Í tilefni 15 ára afmælis Graduale Nobili ætlar kórinn að halda tónleika í Langholtskirkju þann 1. nóvember, klukkan 17:00. Núverandi og fyrrverandi meðlimir kórsins ætla að koma saman og syngja sígildar Nobili-perlur, meðal annars In paradisum í útsetningu Hreiðars Inga Þorsteinssonar, en verkið er einkennandi fyrir kórinn og í miklu uppáhaldi.
Við hvetjum alla til að láta þessa tónleika ekki framhjá sér fara !