Afmælisfundur Kvenfélags Langholtssóknar fer fram mánudaginn 6. mars kl. 20 í safnaðarheimili kirkjunnar. Magnea Sverrisdóttir formaður kærleiksþjónustu lútherska heimssambandsins verður með hugvekju í upphafi fundar og fyrirlestur í safnaðarheimili. Þrjár klassískar – Björk Jónsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Signý Sæmundsdóttir taka lagið við undirleik Bjarna Jónatanssonar.
Eftir hugvekju og söng er haldið inn í safnaðarheimili þar sem fundargestum er boðið upp á bleikt freyðivín. Kvenfélagið Fjallkonurnar í Breiðholti verða sérstakir gestir okkar á fundinum. Allar konur hjartanlega velkomnar.