Fermingarbörn standa fyrir æskulýðsmessu í Langholtskirkju kl. 11 á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar. Unglingarnir leiða stundina í samvinnu við sr. Jóhönnu Gísladóttur og Eddu Hlíf Hlífarsdóttur guðfræðinema og hafa sjálf skapað nýtt messuform eftir eigin höfði.
Stúlknakórinn Graduale Futuri tekur lagið fyrir kirkjugesti undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Brynjar Karl Birgisson fermingardrengur predikar um mikilvægi þess að vera maður sjálfur í lífinu.
Unglingarnir bjóða upp á kaffi og meðlæti í safnaðarheimili eftir stundina.
Skemmtileg stund fyrir ungt fólk á öllum aldri. Verið velkomin!