Fyrsti sunnudagurinn í mars er dagur unga fólksins í Þjóðkirkjunni og við í Langholtskirkju tökum þátt í gleðinni. Því er létt og skemmtileg æskulýðsmessa kl. 11 sem hentar öllum aldurshópum. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og predikar ásamt Eddu Hlíf Hlífarsdóttur guðfræðinema. Kórskóli Langholtskirkju leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti ásamt Emmu Eyþórsdóttur fermingarstúlku. Bryndís Baldvinsdóttir spilar undir. Messuþjónar og fermingarbörn aðstoða við helgihaldið. Kaffi, djús og kex í safnaðarheimili eftir stundina. Allir velkomnir!