Fyrsta sunnudag í aðventu kl. 11 verður aðventustund barnanna í Langholtskirkju.
Kveikt verður á fyrsta kertinu á aðventukransinum og tilhlökkun eftir jólunum nærð.
Barnakórinn Graduale Liberi syngur undir stjórn Bjargar Þórsdóttur og Móeiðar Kristjánsdóttur, sem og Graduale Futuri undir stjórn Dagnýjar Arnalds. Magnús Ragnarsson organisti og Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjóna auk messuþjóna og kirkjuvarðar. Kirkjunni verður skipt upp í sóttvarnarrými og öryggis gætt.
Verið velkomin.