Aðventukvöld Langholtskirkju sunnudaginn 29. nóvember kl. 18

 

Árlegt aðventukvöld Langholtskirkju hefst kl. 18:00. Notaleg stund saman við kertaljós. Andri Snær Magnason rithöfundur sækir kirkjuna heim og flytur fyrir okkur hugvekju í upphafi nýs kirkjuárs.
Kórskóli Langholtskirkju flytur Lúsíuleik undir stjórn Bryndísar Baldvinsdóttur. Birna Kristín Ásbjörnsdóttir spilar undir. Félagar úr Kór Langholtskirkju koma einnig fram, syngja fyrir okkur nokkur lög og leiða hópsöng.
Heitt súkkulaði og piparkökur í safnaðarheimilinu.
Allir hjartanlega velkomnir.