Fyrsta sunnudag í aðventu verður haldin glæsileg aðventuhátíð í Langholtskirkju kl. 17.
Allir kórar kirkjunnar syngja aðventu- og jólatónlist hver í sínu lagi og saman. Auk þess leikur Lúðrasveitin Svanur skemmtileg jólalög, lesin verður jólasaga, elstu börnin í Krúttakórnum flytja Lúsíuleik og kirkjugestir syngja inn aðventuna. Aðgangur er ókeypis
MIðasala á Jólasöngva Langholtskirkju fer fram í andyri safnaðarheimilisins eftir aðventuhátíðna.