Aðventuhátíð 2. desember kl. 17

Glæsileg aðventuhátíð með kórsöng, lúðrablæstri og jólasálmum verður haldin í Langholtskirkju fyrsta sunnudag í aðventu kl. 17.
Fram koma:
Graduale Liberi
Grauduale Futuri
Gradualekór Langholtskirkju
Graduale Nobili
Kór Langholtskirkju
Lúðrasveitin Svanur
og 6 ára börn í Krúttakórnum sem flytja Lúsíu.
Ragnheiður Sara Grímsdóttir les jólasögu og prestur verður Guðbjörg Jóhannesdóttir.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.