Upp er runninn uppáhaldsárstími hans Snævars en eins og öll börnin í sunnudagaskólanum vita þá veit hann fátt skemmtilegra en að klæða sig upp í búning! Því ætlar hann að bjóða öllum börnum að taka forskot á sæluna með honum og koma í öskudagsbúning í sunnudagaskólann næsta sunnudag 7. febrúar. Boðið verður upp á kleinukaffi eftir stundina. Allir velkomnir!