Sunnudaginn 7. febrúar kl. 11 er Kvennadagur í kirkjunni okkar og því auðvitað Abba dagur ! Karlar sérstaklega velkomnir. Abbalög hljóma í bland við splunkunýja sálma. Blásarakvinttett og Söngfélagið Góðir Grannar leiða tónlistarflutning undir sjórn Egils Gunnarssonar. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Predikunarefnið er : ,,Þegar peningarnir urðu til góðs“, án efa raulað við stefið : Money Money Money ! Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar og predikar. Messan er helguð Kvenfélagi Langholtskirkju sem er hressasta kvenfélagið á landinu alla vega að okkar mati ; )
Kvintettinn skipa : Anna Luckas óbó, Kristína Rannveig Jóhannsdóttir flauta, Ottó Már Ívarsson horn, Emilía Rán Benediktsdóttir fagott, Lóa Rakel Ellenardóttir klarinett.og Vilborg Jónsdóttir er stjórnandi.
Eins og öll börnin í sunnudagaskólanum vita þá veit Snævar æskulýðsfulltrúi fátt skemmtilegra en að klæða sig upp í búning! Því ætlar hann að bjóða öllum börnum að taka forskot á sæluna með honum og koma í öskudagsbúning í sunnudagaskólann næsta sunnudag! Kaffi, djús og kleinur í messukaffinu. Allir velkomnir!