Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika 17. – 24. janúar

Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika fyrir einingu kirkjunnar er haldin 17.-24. janúar 2016.

Þessa viku sameinast kristið fólk um allan heim í bæn fyrir einingu. Bænavikan er undirbúin af kirkjum sem tilheyra samkirkjulegum samtökum er nefnast Alkirkjuráðið (World Council of Churches) og kaþólsku kirkjunni.

Efni ársins er sótt til Lettlands og þemað er úr fyrsta Pétursbréfi 2.9: „Kölluð til þess að víðfrægja dáðir Drottins“. Boðið verður upp á bænagöngu, námskeið, guðsþjónustur og bænastundir alla vikuna. Dagskráin er því fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að nálgast dagskrána og nánari upplýsingar á vefsíðum kirkna og trúfélaga og á www.kirkjan.is/baenavika