Nýr organisti, kórstjóri og listrænn stjórnandi í Langholtskirkju

Nýr organisti, kórstjóri og listrænn stjórnandi í Langholtskirkju.

Þann 24. maí 2016 var ákveðið á fundi sóknarnefndar Langholtskirkju að ráða til starfa Árna Heiðar Karlsson, organista.

Árni Heiðar hefur víðtæka og fjölbreytta menntun og reynslu í tónlist, kórstjórn sem listrænni stjórn og er auk þess með mastersgráðu píanóleik.

Síðastliðinn sjö ár hefur hann starfað sem organisti og kórstjóri við Óháða söfnuðinn í Reykjavík ásamt því að fást við fjölbreytt verkefni á sviði tónlistar. Svo sem nú í vetur er Árni Heiðar var tónhöfundur og tónlistarstjóri í verkinu Njála í Borgarleikhúsinu þar sem hann stýrði Karlakór Kópavogs í sýningunni. Síðast en ekki síst hefur hann verið kórstjóri Graduale Nobili í Langholtskirkju nú á vorönn og verður áfram.

Árni Heiðar er kvæntur Maríu Kristínu Jónsdóttur og dætur þeirra eru Salvör og Vaka.

Langholtskirkja býður Árna Heiðar hjartanlega velkominn til starfa þann 1. ágúst næstkomandi og er mikil tilhlökkun meðal starfsfólks, sjálfboðaliða og kóra að fá Árna Heiðar til samstarfs.

Guð blessi störf Langholtssafnaðar og að við megum vinna saman í kærleika.