Hátíðarguðsþjónusta kl. 17 á gamlársdag

Gamlársdagur – hátíðarguðsþjónusta kl. 17.

Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar fyrir altari og predikar. Organisti er Árni Heiðar Karlsson. Kór Langholtskirkju syngur ásamt eldri félögum. Við helgihaldið þjóna Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar.

Sóknarnefnd, starfsfólk og sjálfboðaliðar Langholtskirkju óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir árið sem er að líða.

Ath. ekki verður messað á nýársdag en bent er á hátíðarguðsþjónustu í Bústaðakirkju á nýársdag. Fyrsta messan á nýju ári verður 8. janúar n.k.

jól2