Fundur fyrir væntanleg fermingarbörn og foreldra / forráðafólk þeirra

Kynningarfundur fyrir unglinginn og foreldra/forráðafólk verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar fimmtudaginn 2. júní kl. 18.

Á þessum stutta fundi gefst unglingunum og fjölskyldum þeirra tækifæri til að sjá framan í prestana, rætt verður hvernig fermingarfræðslunni er háttað yfir veturinn, námsefnið kynnt og síðast en ekki síst spjallað um ferðina í Vatnaskóg sem farin verður 15. – 19. ágúst n.k. Foreldrum og börnum gefst einnig tækifæri til að spyrja prestanna um allt sem þeim liggur á hjarta. Fræðslan hefst svo formlega með samveru þann 10.ágúst kl. 17-18 í safnaðarheimilinu og svo ferð í Vatnaskóg 15.-19. ágúst.

Fermingarfræðsla Langholtskirkju stendur öllum unglingum í 8. bekk til boða hvort sem unglingurinn hefur hug á að fermast um vorið eða ekki. Fermingarfræðslan er þó nauðsynlegur undanfari fermingar. Markmið fræðslunnar er að efla almenna þekkingu á kristinni trú og gefur unglingnum tækifæri á að kynnast kirkjunni sinni og starfsfólki hennar betur. Skráning í fræðsluna er nú þegar hafin á heimasíðu kirkjunnar undir “fermingarfræðsla”. Mikilvægt er að skrá börnin sem fyrst.

Athugið að upplýsingaveita og samskipti milli foreldra og kirkju munu fara fram annars vegar á heimasíðu kirkjunnar og hins vegar í fésbókarhópnum : Fermingarfræðsla Langó 2017 . Fyrirspurnum skal beint í netfangið johanna@wpvefhysing.is.

Við hlökkum til að sjá sem flest !