Fjölskyldumessa 2. september kl. 11

Fjölskyldumessa 2. september kl. 11

Verið velkomin í fjölskyldumessu sunnudaginn 2. september kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir leiðir stundina ásamt Magnúsi Ragnarsyni organista, Söru Grímsdóttur kórstýru, Hafdísi Davíðsdóttur æskulýðsfulltrúa og okkar frábæru messuþjónum.

Skemmtileg stund fyrir alla aldurshópa og er samveran upphaf barna- og kórastarfs á nýju misseri. Kórabörn og fjölskyldur þeirra verða boðin sérstaklega velkomin. Kaffi og meðlæti í safnaðarheimili eftir stundina.