Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 13. mars kl. 11

Sunnudaginn 13. mars er boðunardagur Maríu. Þá minnumst við þess þegar Gabríel erkiengill tilkynnti Maríu mey að hún skyldi ala son Guðs, enda eru þá níu mánuðir til jóla. Messa og sunnudagskóli hefjast kl. 11 að venju.
Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og predikar. Söngdeildin leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Organisti er Sólveig Anna Aradóttir. Aðalsteinn kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Snævar og Hafdís guðfræðinemar taka á móti sunnudagaskólabörnum á öllum aldri.
Kvenfélag Langholtssóknar stendur fyrir páskaeggjabingói í safnaðarheimili strax að lokinni messu. Hvert spjald kostar litlar 300 kr. og posi er á staðnum. ATH. að öll börn í sunnudagaskólanum fá gefins eitt spjald til að taka þátt í bingóinu. Kaffi og djús í boði og öll börn fá glaðning. Skemmtileg samvera fyrir alla aldurshópa. Allir velkomnir!