Langar þig að safna öðruvísi jólaminningum til að ylja þér við á aðventunni og um ókomna framtíð? Manstu hvernig írsk og keltnesk tónlist þenur tilfinningaskalann og vermir alveg inn að hjartarótum?
Aðventutónleikar Söngfjelagsins undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar í Langholtskirkju 6. desember, eru nákvæmlega minning sem lifir með þér. Írsk og keltnesk jólatónlist í bland við þá íslensku í flutningi Söngfjelagsins og hljómsveitar, sem leikur á keltnesk hljóðfæri.
Gestir tónleikanna eru:
Sönghópurinn Vox Populi, Írsku söngkonurnar Regina McDonald og Blath Conroy Murphy úr heimsþekkta sönghópnum ANUNA, og svo engin önnur en Björg Þórhallsdóttir, sópransöngkona.
Eins og hefð er fyrir frumflytur Söngfjelagið nýtt jólalag á tónleikunum og að þessu sinni er það „Hundurinn“, það er kórfélaginn Hjörleifur Hjartarson som á heiðurinn af jólalagi Söngfjelagsins 2015
Tónleikarnir eru í Langholtskirkju, 6 desember, kl. 16 og 20. Miðar eru af skornum skammti, því kirkjan tekur ekki endalaust við. Því er um að gera að skella sér á hlekkinn hér fyrir neðan og kaupa miða (helst að bjóða allri fjölskyldunni). Miðaverðið er virkilega á skemmtilegu nótunum eða 4.500.