Fjölskyldumessa og kveðjumessa Jóhönnu 28. apríl kl.11

Fjölskyldumessa og kveðjumessa Jóhönnu, næsta sunnudag 28. apríl kl.11 er komið að kveðjustund.

Sr. Jóhanna Gísladóttir sem hefur þjónað hér síðan 2012 kveður okkur en hún er flutt með sína fjölskyldu norður í Eyjafjörð þar sem heppnir söfnuðir fá að njóta þjónustu hennar.

Til þess að kveðja almennilega þá ætla báðir prestarnir, Sunna Karen kórstjóri, barnakórinn Liberi, Aðalsteinn kirkjuvörður og Magnús organisti að hafa fjölskyldumessu.

Léttur hádegisverður e. messuna. Vertu velkominn !