Djúpslökun

Djúpslökun er alla mánudaga í Langholtskirkju frá 17:00-18:00. Aldís Rut Gísladóttir prestur og yogakennari leiðir tímana og hefjast tímarnir á léttum teygjum og æfingum sem hæfa jafn byrjendum sem lengra komnum. Eftir æfingar leiðir Aldís þátttakendur inn í djúpa slökun. Dýnur eru á staðnum en við mælum með að fólk komi með sínar eigin dýnur ef það hefur tök á því, einnig teppi og kodda til að láta fara vel um sig. Tímarnir eru gjaldfrjálsir og öll velkomin.

 

Aldís Rut útskrifaðist sem yogakennari árið 2017 og hefur kennt djúpslökun í rúmlega tvö ár.