Barnastarf 2019 – 2020

Boðið er upp á starf fyrir börn  í 3.-4. bekk á miðvikudögum frá 14:30-15:30 og börn í 5.-7. bekk (TTT) á miðvikudögum frá 15:30-16:30. Nánari upplýsingar um starf hvers hóps fyrir sig og skráningu er að finna á hlekkjum hér fyrir ofan.

Barnastarf Langholtskirkju er í umsjón Aldísar Rutar Gísladóttur prests og Mörtu Ýrar Magnúsdóttur guðfræðinema. Í barnastarfinu er fylgt gildum fræðslustefnu þjóðkirkjunnar að: Fræðsla kirkjunnar hafi það að markmiði að styrkja hvert og eitt okkar til þess að öðlast dýpri skilning á kristinni trú og þroskast sem manneskjur.

Lagt er áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir, bæði í gegnum leik, föndur og sögur. Í hverri stund er tekin fyrir biblíusaga og tengist vinna dagsins oft biblíusögunni. Einnig höfum við alltaf bænastundir þar sem við leggjum mikla áherslu á bænina í barnastarfinu. Við tökum frá tíma til að ræða um lífið og tilveruna, gefum börnunum rými til að velta fyrir sér hvað þau hafi gert í vikunni sem þau eru stolt af sem og ef einhver vill biðja sérstaklega fyrir einhverjum sem þau eru með í huga gerum við það. Allt er þetta gert til að efla börnin, sjálfstraust þeirra og tilfinningu þeirra fyrir því að kirkjan sé þeim alltaf opin og þau tilheyri henni. Fræðslan er miðuð að aldri barnanna en við höfum alltaf leik og gleði í fyrirrúmi.

Barnastarfið er gjaldfrjálst og öll börn hjartanlega velkomin.

Fyrir nánari upplýsingar og skráningu er hægt að senda póst á netfangið: aldisrut@gmail.com

Á undan mér Guðs sonur, frelsarinn fer

ég fylgi í sporin hrein.

Hann kennir mér það sem að kærleikans er

og kallar mig lærisvein.

Við syngjum því öll og við segjum í kór

saman af gleði lítil og stór.

Við erum litlir lærisveinar.