6 – 7 ára starf

Langholtskirkja býður börnum í fyrsta og öðrum bekk í Langholts- og Vogaskóla að taka þátt í skemmtilegu og fræðandi frístundarstarfi á vorönn 2020.

Börnin eru sótt í skólann einn dag í viku þegar kennslu lýkur og þeim svo fylgt til baka í frístund að stundinni lokinni. Markmið starfsins er að gefa börnum hverfisins tækifæri á að kynnast kirkjunni sinni og starfsfólki hennar ásamt því að öðlast í gegnum sögur og leik grunn-þekkingu í kristinni trú.

Starfsfólk Langholtskirkju annast starfið. Allt starfsfólk kirkjunnar hefur gengist undir skimun starfsmanna Þjóðkirkjunnar í tengslum við siðareglur kirkjunnar. Starfið er gjaldfrjálst. Umsjón starfsins er í höndum Aldísar Rutar Gísladóttur prests og Mörtu Magnúsdóttur guðfræðinema. Skráning í starfið fer fram í gegnum netfangið aldisrut@gmail.com Mikilvægt er að skrá öll börn sem ætla að taka þátt.

1.– 2. bekkur (Langholtsskóli):
Starfið hefst 10. febrúar og líkur 23. mars. Líkt og áður verða börnin sótt í skólann og þeim svo fylgt til baka í frístund þegar stundinni lýkur.

1.– 2. bekkur (Vogaskóli):
Starfið hefst 30. mars og líkur 18. maí. Líkt og áður verða börnin sótt í skólann og þeim svo fylgt til baka í frístund þegar stundinni lýkur.