10 – 12 ára starf

Hópurinn kemur saman á miðvikudögum kl. 14:00 – 16:00. Börnin gera ýmislegt skemmtilegt saman en í upphafi annar skapa þau sína dagskrá að hluta til sjálf. Þema hverrar stundar er tengt þeirri biblíusögu sem tekin er fyrir. Fjölbreyttir kennsluhættir eru notaðir til að miðla efninu og fer kennsla fram í gegnum leiki, föndur og fleira. Bænastundir eru einnig í upphaf stundanna þar sem við leggjum áherslu á kyrrð og rólega öndun. Við notum bænastundir til að ræða um lífið, við hvetjum börnin til að líta yfir síðustu daga og sjá hvað þau hafa gert sem þau eru stolt af og hverjum þau vilja biðja fyrir. Í barnastarfinu leggjum við áherslu á bænina, reynum að efla börnin og mætum þeim þar sem þau eru stödd.

Starfsfólk Langholtskirkju annast starfið. Allt starfsfólk kirkjunnar hefur gengist undir skimun starfsmanna Þjóðkirkjunnar í tengslum við siðareglur kirkjunnar. Umsjón starfsins er í höndum Aldísar Rutar Gísladóttur prests og Mörtu Ýrar Magnúsdóttur. Hægt er að hafa samband fyrir nánari upplýsingar í gegnum netfangið aldisrut@gmail.com og sima 8487486.

 

Öll börn eru velkomin og starfið er gjaldfrjálst.