Starfsfólk

Starfsfólk

Bryndís Baldvinsdóttir

Bryndís Baldvinsdóttir er undirleikari í fjölskyldumessunum.  Hún er menntaður grunnskólakennari og hefur lengi verið tengt kórastarfi kirkjunnar, bæði sem kennari og nemandi.

Harpa Harðardóttir

Harpa Harðardóttir er söngkennari og sér um einkatíma í söng fyrir meðlimi Gradualekórsins auk þess að raddþjálfa og aðstoða í Kórskólanum.

Hekla Sigurðardóttir

Hekla er starfskona í barnastarfi.  Hekla er á þriðja ári í læknisfræði hún er stúdent frá MR og hefur verið virk í Ungliðahreyfingu Rauða Krossins og Lýðheilsufélagi læknanema.

Hafdís Davíðsdóttir

Hafdís er guðfræðinemi á 4. ári og hefur starfað samhliða námi við barna- og æskulýðststarf Þjóðkirkjunnar. Hún leiðir sunnudagaskólann ásamt því að vera í starfsþjálfun fyrir prestsefni í Langholtskirkju.

Snævar Jón Andrjesson

Snævar Jón Andrjesson BA í guðfræði og Mag.Theol nemi við Háskóla Íslands auk þess að vera starfsmaður Útfararstofu kirkjugarðanna. Snævar leiðir fjölskyldumessurnar ásamt Bryndísi og Jóhönnu.