Starfsfólk

Starfsfólk

Guðbjörg Jóhannesdóttir

Sóknarprestur Langholtssóknar er Guðbjörg Jóhannesdóttir guðfræðingur frá Háskóla Íslands og MA í sáttamiðlun og átakastjórn frá Kaupmannahafnarháskóla. Guðbjörg hefur þjónað sem prestur síðan 1998, fyrstu níu árin þjónaði hún í Sauðárkróksprestakalli þar sem hún var sóknarprestur.  Árin þar á eftir þjónaði hún í nokkrum söfnuðum á höfuðborgarsvæðinu uns hún var[…]

Magnús Ragnarsson

Magnús Ragnarsson hóf störf í Langholtskirkju árið 2017, hann er listrænn stjórnandi alls tónlistarfs Langholtskirkju. Magnús er með viðtalstíma samkvæmt samkomulagi í síma 6989926, og í netfangið magnus.ragnarsson@gmail.com Magnús Ragnarsson stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Tónlistarháskólann í Gautaborg. Þá stundaði hann framhaldsnám í kórstjórn hjá Stefan[…]

Aldís Rut Gísladóttir

Aldís Rut Gísladóttir hóf störf sem prestur í Langholtskirkju 2019. Aldís er guðfræðingur frá Háskóla Íslands ásamt því að vera með diplómagráðu í sálgæslu. Einnig leggur hún stund á mastersnám í guðfræði við Háskóla Íslands. Aldís er yogakennari og hefur kennt yoga með trúarlegu ívafi ásamt því að hafa unnið[…]

Aðalsteinn Guðmundsson

Aðalsteinn Guðmundsson er kirkjuvörður Langholtssóknar en hann hóf störf árið 2015.  Verksvið Aðalsteins er umsjón með umhirðu kirkju, safnaðarheimils og lóðar auk þess að sjá um skifstofu kirkjunnar. Hægt er að hafa samband við kirkjuvörð á opnunartíma kl. 10-15, þriðjudaga – föstudaga í síma 7891300, skilja eftir skilaboð eða senda[…]

Þorvaldur Örn Davíðsson

Þorvaldur Örn Davíðsson er kórstjóri stúlknakórsins Gradualekórs Langholtskirkju og dömukórsins Graduale Nobili. Þorvaldur stundar kantórsnám ásamt því að vera meistaranemi í tónsmíðum.

Helga Guðmundsdóttir

Helga Guðmundsdóttir stýrir starfi eldri borgara sem fram fer í kirkjunni alla miðvikudaga yfir vetrartímann.

Sunna Karen Einarsdóttir

Sunna Karen Einarsdóttir stýrir Kórskólanum sem og Graduale Liberi.  Sunna lauk námi í skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands og hefur m.a. hlotið þjálfun í rytmískum söng, leiðtogafærni, tónlistarmiðlun, spuna og samspili og kórstjórn.

Ragnheiður Sara Grímsdóttir

Ragnheiður Sara Grímsdóttir stýrir Krúttakór Langholtskirkju og er einnig leiðbeinandi í Sunnudagaskólanum. Hún er lærð söngkona og hefur mikið starfað með börnum á leikskólum og á námskeiðum hjá KFUM og K. Hún er nemandi í kórstjórn í Tónlistarskóla Þjóðkirkjunnar.  

Auður Guðjohnsen

Auður er stýrir Krúttakórnum ásamt Ragnheiði Söru Grímsdóttur. Auður er menntuð söngkona frá Söngskólanum í Reykjavík, hún stundaði framhaldsnám í söng við Royal Conservatoire of Scotland í Glasgow og lauk þar Postgraduate Diploma of Music. Auður lauk einnig LRSM (Licentiate of The Royal Schools of Music) söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík.