Starfsfólk

Starfsfólk

Guðbjörg Jóhannesdóttir

Sr. Guðbjörg er í leyfi veturinn 2016 – 2017 og sr. Jóhanna settur sóknarprestur þar til hún snýr til baka. Hægt er að hafa samband við Jóhönnu í gegnum netfangið johanna@langholtskirkja.is og s: 696-1112. Sóknarprestur Langholtssóknar er Guðbjörg Jóhannesdóttir guðfræðingur frá Háskóla Íslands og MA í sáttamiðlun og átakastjórnun frá[…]

Jóhanna Gísladóttir

Sr. Jóhanna er settur sóknarprestur Langholtssóknar veturinn 2016 – 2017. Hægt er að hafa samband við Jóhönnu í gegnum netfangið: johanna@langholtskirkja.is eða í síma: 696-1112. Prestur Langholtssóknar er Jóhanna Gísladóttir guðfræðingur frá Háskóla Íslands en hún útskrifaðist árið 2015.  Jóhanna hefur starfað í barna- og æskulýðsstarfi þjóðkirkjunnar í tæpan áratug og sótt ýmsa[…]

Aðalsteinn Guðmundsson

Aðalsteinn Guðmundsson er kirkjuvörður Langholtssóknar en hann hóf störf árið 2015.  Verksvið Aðalsteins er umsjón með umhirðu kirkju, safnaðarheimils og lóðar auk þess að sjá um skifstofu kirkjunnar. Hægt er að hafa samband við Aðalstein í síma: 896-5200.

Snævar Jón Andrjesson

Æskulýðsfulltrúi Langholtssóknar er Snævar Jón Andrjesson BA í guðfræði og Mag.Theol nemi við Háskóla Íslands. Snævar kennir í sunnudagaskólanum ásamt Jóhönnu presti. Hann er einnig leiðbeinandi í fermingarfræðslunni. Snævar hóf störf í Langholtssókn árið 2012 og árið 2015 hóf hann starfsþjálfun fyrir prestsefni í sókninni. Hægt er að hafa samband[…]

Helga Guðmundsdóttir

Helga Guðmundsdóttir er formaður Kvenfélags Langholtssóknar og stýrir einnig eldri borgarastarfi kirkjunnar á miðvikudögum ásamt Sigríði Ásgeirsdóttir.

Sigríður Ásgeirsdóttir

Sigga er í stjórn Kvenfélags Langholtssóknar og stýrir eldri borgarastarfi kirkjunnar ásamt Helgu Guðmundsdóttur.

Rósa Jóhannesdóttir

Rósa Jóhannesdóttir er söngkona með burtfararpróf frá Söngskólanum í Reykjavík. Rósa kennir á fiðlu í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Hún kennir einnig tónlist í Fjölmennt sem er skóli fyrir fólk með þroskahömlun. Rósa er kórstjóri Graduale Futuri.

Bryndís Baldvinsdóttir

Bryndís Baldvinsdóttir er kórstjóri Kórskólans.  Hún er menntaður grunnskólakennari og hefur lengi verið tengt kórastarfi kirkjunnar, bæði sem kennari og nemandi.

Harpa Harðardóttir

Harpa Harðardóttir er söngkennari og sér um einkatíma í söng fyrir meðlimi Gradualekórsins auk þess að raddþjálfa og aðstoða í Kórskólanum.

Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir

Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir er einsöngvari að mennt og atvinnu.  Hún syngur m.a. í Scola Cantorum.  Hún stýrir Krúttakórnum auk Bjargar.

Hafdís Davíðsdóttir

Hafdís er guðfræðinemi á 3. ári og hefur verið viðriðin barna- og æskulýðststarf Þjóðkirkjunnar í mörg ár. Hún kennir í sunnudagaskólanum með Snævari og Jóhönnu í vetur ásamt því að leiða hópastarf fyrir 5. – 7. bekk.

Edda Hlíf Hlífarsdóttir

  Edda Hlíf er starfsmaður í barnastarfi kirkjunnar. Hún er nemi í guðfræði við Háskóla Íslands og hefur mikla reynslu af starfi með börnum og unglingum.