Krúttakór

Krúttakór

 

Lokað er fyrir skráningu í Krúttakórinn fyrir haustönn 2017. Mögulega verður hægt að bæta nokkrum börnum í hópinn á vorönn 2018. Hægt er að senda póst á kruttakorinn@gmail.com til að setja nafn barns á biðlista. 

Krúttakór Langholtskirkju er ætlaður söngfuglum á aldrinum fjögurra til sjö ára. Æfingar fara fram einu sinni í viku og endar hver önn á tónleikum. Kórinn tekur einnig þátt í fjölskyldumessu einu sinni á önn. Kórinn tekur til starfa fyrstu vikuna í september og æfir að jafnaði alla mánu- og miðvikudaga til vors.

Kórstjórar Krúttakórsins eru Ragnheiður Sara Grímsdóttir og Auður Gudjohnsen.

Kórstjórar raða í hópa eftir aldri áður en æfingar hefjast að hausti en ekki er hægt að óska eftir hóp. Æfingatímar eru eftirfarandi  :

2011 börn: Mánudagar kl. 17:10 – 17:50

2012 börn: Miðvikudagar kl. 16:20 – 16:50

2013 börn: Mánudagar kl. 16:30 – 17:00

Blandaður aldur (nýliðar): Miðvikudagar kl. 16:55 – 17:25

 

Kennslugjald veturinn ’17 – ’18 er 23.000 kr. fyrir hverja önn fyrir börn fædd árin 2012 og 2013. Kennslugjald fyrir börn fædd árið 2011 er kr. 25.000 og foreldrar þeirra geta nýtt sér frístundakort Reykjavíkurborgar. Kennslugjald stendur undir launum stjórnenda. Öllum fyrirspurnum um skráningu er svarað í gegnum netfangið: kruttakorinn@gmail.com.

 

krúttakór