Krúttakór

Krúttakór

Krúttakór Langholtskirkju er ætlaður söngfuglum á aldrinum þriggja til sex ára. Æfingar fara fram einu sinni í viku og endar hver önn á tónleikum. Kórinn tekur einnig þátt í fjölskyldumessu einu sinni á önn. Kórinn tekur til starfa fyrstu vikuna í september og æfir til loka apríl.

Kórstjórar Krúttakórsins eru Ragnheiður Sara Grímsdóttir og Auður Guðjohnsen.

Gjaldið fyrir hvora önn er:

26.000 kr. fyrir 3, 4 og 5 ára börn.
27.000 kr. fyrir 6 ára börn.

Foreldrar þeirra barna sem hafa hafið grunnskólanám geta nýtt sér frístundakort Reykjavíkurborgar.
Kennslugjald stendur undir launum stjórnenda.

Kóræfingarnar fara fram á eftirfarandi tímum:
Börn fædd 2014 og 2015 æfa á miðvikudögum kl. 16:20-16:50.
Börn fædd 2013 æfa á miðvikudögum kl. 16:55-17:25.
Börn fædd 2012 æfa á mánudögum kl. 17:10-17:50.

Skráning í Krúttakórinn.
krúttakór