Kórskólinn/Graduale Liberi

Kórskólinn/Graduale Liberi

 

Skráningar í Kórskólann/Graduale LIberi fara fram rafrænt.

Hér er hlekkur á skráningarblað fyrir veturinn 2017-2018 : Skráningarblað

Kórskólinn/Graduale Liberi er ætlaður börnum í 2. – 4. bekk og hentar jafnt byrjendum sem og börnum sem áður hafa sungið í Krúttakórnum. Æfingar fara fram tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17 – 18.20. Kórinn tekur til starfa fyrstu vikuna í september. Kórstjóri veturinn 2017 – 2018 er Sunna Karen Einarsdóttir.

Kórskólinn/Graduale Liberi syngur einu sinni á hvorri önn í fjölskyldumessu yfir vetrartímann, kemur fram á aðventukvöldi kirkjunnar og sýnir jólahelgileikinn „Fæðing frelsarans“ á jólatónleikum Kórskólans og í fjölskyldumessu annan dag jóla. Að vori taka allir barnakórar kirkjunnar þátt í vortónleikum.

Kennslugjald veturinn ’17 – ’18 er 40.000 kr. fyrir hverja önn og fellur undir frístundakort Reykjavíkurborgar.