Sunnudagaskóli

Sunnudagaskóli

Sunnudagaskóli Langholtskirkju er starfræktur alla sunnudaga kl: 11 – 12 frá september til maí.

Barnastarfið hefst á nýju misseri í fjölskyldumessu 3. september kl. 11.

Hefðbundinn sunnudagaskóli tekur svo til starfa 10. september. 

Við byrjum öll saman í kirkjunni í upphafi guðsþjónustu en færum okkur svo inn í litla sal.  Markmið sunnudagaskólans er að bjóða upp á notalega stund fyrir börn á öllum aldri þar sem við lærum um Guð, Jesú og biblíusögur í gegnum sögur og leiki. Við syngjum saman, föndrum og ræðum allt milli himins og jarðar. Eftir stundina er boðið upp á djús og ávexti eða aðrar léttar veitingar og kaffisopa fyrir fullorðna fólkið.

IMG_3257