Fermingarfræðsla

Fermingarfræðsla

Skráning í fermingarfræðslu Langholtskirkju veturinn 2019-2020 fer fram rafrænt hér : 

SKRÁNINGARBLAÐ

Fermingarfræðsla Langholtskirkju stendur öllum unglingum í 8. bekk til boða hvort sem ferming um vorið er ákveðin eða ekki.  Fermingarfræðslan er nauðsynlegur undanfari fermingar sem og skírn.

Dagsetningar fræðslu :

16. september mánudagur kl.17-19.1. október þriðjudagur kl.17-19.

1. október þriðjudagur kl. 17-19 Bíó.

30. október miðvikudagur  kl.18 – 20, mæta vel klædd til útiveru en þegar aftur er komið í hús eru Kakó og samlokur 😉

18. nóvember mánudagur kl. 20- 21:30  samvera foreldra og barna.  Frestað vegna forfalla till 13. janúar kl. 20.

22. desember sunnudagur kl.11-13 Aðventusamvera í kirkjunni, súkkulaði og með því á eftir í kirkjunni.

9. janúar fimmtudagur  kl.17-19. Tíminn fellur niður og færist yfir á 13. janúar. Börnin mæta kl 18.00, í framhaldi af fræðslunni er fyrirlesturinn með foreldrum. Börnin fá næringu fyrir fyrirlesturinn.

13. janúar kl. 20 -21:30  samvera foreldra og barna. Börnin mæta kl 18.00 í fræðslu, eftir fræðsluna er fyrirlesturinn með foreldrum og börnum

3. febrúar mánudagur kl.17-19 Kirtlamátun og fræðsla.  Hér taka börnin með sér 2000 kr í peningum til að greiða kvenfélagskonunum sem sjá um kirtlana, peningarnir fara til góðgerðarmála.

12. mars fimmtudagur kl.17-19.

15. mars sunnudagur kl.10-12 Æskulýðsmessa Fermingarbörnin sjá um messuna.

27.- 29. mars fermingarferð í Vatnaskóg.  Hápunktur fræðslunnar og lokasamvera okkar með börnunum fyrir fermingar.Æfingar f. fermingar :

2. apríl kl. 16 fimmudagur æft fyrir fermingu á Pálmasunnudag.

2. apríl kl. 17 fimmudagur æft fyrir fermingu á Skírdag.

21. apríl kl. 17 fermingaræfing f. Sumardaginn fyrsta

Fermingar :

Pálmasunnudagur kl. 11

Skírdag kl. 11

Sumardagurinn fyrsti kl. 13

Fermingarfræðslunni lýkur með helgarferð í Vatnaskóg í Hvalfirði 27.-29. mars 2020

Vatnaskógur er í Hvalfirði og þar eru sumarbúðir KFUMogK,  dýrðarstaður hannaður með þarfir barna og unglinga í forgrunni.  Ferðin er hin mestu skemmtilegheit og hvetjum við til þess að öll taki helgina frá og njóti með okkur þessa einstaka umhverfis sem er að finna í Vatnaskógi.  Gjaldi fyrir ferðina er stillt í hóf með því að söfnuður og héraðssjóður niðurgreiða kostnað. Gjald verður kynnt þegar nær dregur.

Markmið fræðslunnar er :
Efla almenna þekkingu á kristinni trú.
Vekja börnin til umhugsunar um eigin lífsskoðanir.
Ræða og æfa okkur í leiðum til að efla andlega heilsu með íhugun og bæn.
Gefa unglingnum tækifæri á að kynnast kirkjunni sinni og starfsfólki hennar betur.

Samskipti milli foreldra og kirkju munu fara fram í tölvupósti.

Fyrirspurnum skal beint í netfangið soknarpresturlangholt ( @ ) gmail.com

Ath. fræðslugjald vegna fermingarfræðslu er innheimt einu sinni yfir veturinn.  Gjaldið fylgir gjaldskrá sem ákveðin er af innanríkisráðherra.  Fræðslugjaldið fyrir veturinn 2018 – 2019 var 19.146 kr,  gerður er fyrirvari um breytingu af hálfu ráðuneytis.

Hlökkum til að eiga samleið næsta vetur !

Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur.

Aldís Rut Gísladóttir prestur.