Fermingarfræðsla

Fermingarfræðsla

ferming

Skráning í fermingarfræðslu Langholtskirkju veturinn 2017-2018 fer fram rafrænt hér 

: Skráningarblað í fermingarfræðsluna

Fermingarfræðsla Langholtskirkju stendur til boða öllum ungmennum í 8. bekk, hvort sem unglingurinn hefur hug á að fermast eða ekki um vorið. Fræðslan hefur það að markmiði að efla almenna þekkingu í kristnum fræðum og gefur unglingum færi á að kynnast kirkjunni sinni, starfsemi hennar og starfsfólki. Hver samvera er fjölbreytt og lifandi og unnið er með hugtök líkt og lífsleikni, mannréttindi, jafnrétti, umhverfisvernd og þróunarhjálp.

Í kennslunni er m.a. stuðst við speglaðar kennsluaðferðir.  Fermingarfræðsla er í höndum presta kirkjunnar auk guðfræðimenntaðra fermingarfræðara.

Guðbjörg soknarpresturlangholt@gmail.com

Jóhanna johanna@langholtskirkja.is

Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra velja sjálf sinn fermingardag. Ekki er nauðsynlegt að vera búin að ákveða dag við skráningu.

Ath. fræðslugjald vegna ferminga er innheimt einu sinni yfir veturinn og það fylgir gjaldskrá sem ákveðin er af innanríkisráðherra. Fræðslugjaldið fyrir veturinn 2017 – 2018 er 19.146 kr og verður innheimt 1. nóvember.

Dagskrá fermingarfræðslu í Langholtskirkju 2017 – 2018 :

14. – 17. ágúst – Upphaf fræðslunnar. Kennt alla daga kl. 14 – 17.

18. – 20. ágúst – Ferð í Vatnaskóg.

17. september – Fermingarbörn og fjölskyldur fleirra mæta til messu kl. 17.

27. september – Fermingarfræðsla kl. 17 – 19.

21. október – Aukakennsla fyrir þau börn sem misstu af lotukennslunni í ágúst. Nánari upplýsingar birtast síðar.

1. nóvember – Vatnssöfnun fyrir Hjálparstarf kirkjunnar kl. 18- 20.

15. nóvember – foreldrafundur, fermingarbörn ekki boðuð kl. 20. Rætt verður m.a. um kennsluna og námsefni› sem notast verður við í vetur.

29. nóvember – Fermingarfræðsla kl. 17 – 19.


13. desember kl. 17-19 femingarbörn mæta.

___________ 2018 ___________

24. janúar – Samvera kl. 20 fyrir fermingarbörn og foreldra þeirra.  Rætt verður um áföll og sorg.

31. janúar – fermingarfræðsla kl. 17 -19.

28. febrúar – fermingarfræðsla kl. 17 -19.

4. mars – Æskulýðsmessa sem fermingarbörnin taka öll þátt í og undirbúa sjálf.

– Eftir messuna verður stuttur foreldrafundur þar sem ræddar verða fermingarathafnirnar sem framundan eru.

21. mars – Fermingarfræðsla kl. 17 – 19.

 

Fermingardagar vorið 2018 : 

Pálmasunnudagur 25. mars kl. 11

Skírdagur 29. mars kl. 11

Hvítasunnudagur 20. maí kl. 11

___________________

Fermingaræfingar:

Þau sem fermast á Pálmasunnudag koma fimmtudaginn 22. mars kl. 16.

Þau sem fermast á Skírdag koma fimmtudaginn 22. mars kl. 17.

Þau sem fermast á Hvítasunnudag koma fimmtudaginn 17. maí kl. 16.