Fermingarfræðsla

Fermingarfræðsla

Skráning í fermingarfræðslu Langholtskirkju veturinn 2018-2019 fer fram rafrænt hér 
Nauðsynlegt er að skrá unglinga sem hyggjast taka þátt í fræðslunni :
SKRÁNINGARBLAÐ

Fermingarfræðsla Langholtskirkju stendur til boða öllum ungmennum í 8. bekk, hvort sem unglingurinn hefur hug á að fermast eða ekki um vorið. Fræðslan hefur það að markmiði að efla almenna þekkingu á kristinni trú og gefur unglingum færi á að kynnast kirkjunni sinni, starfsemi hennar og starfsfólki. Hver samvera er fjölbreytt og lifandi og unnið er með íhugun, trúarþörf, lífsleikni, mannréttindi, jafnrétti, umhverfisvernd og þróunarhjálp.

Í kennslunni er m.a. stuðst við speglaðar kennsluaðferðir.  Fermingarfræðsla er í höndum presta kirkjunnar auk guðfræðimenntaðra fermingarfræðara.

Fyrsta samvera fermingarbarna á nýju misseri fer fram mánudaginn 13. ágúst. Kennt verður alla vikuna. Gert er ráð fyrir að búið sé að skrá börnin í fermingarfræðslu Langholtskirkju áður þau mæta. Skráning fer fram rafrænt hér á heimasíðu kirkjunnar undir “fermingarfræðsla”.

Dagskráin verður eftirfarandi :

  1. ágúst :   Strákar kl. 13 -15, Stelpur 15:30 – 17:30
  2. ágúst : Strákar kl. 13 -15, Stelpur 15:30 – 17:30
  3. ágúst : Strákar kl. 13 -15, Stelpur 15:30 – 17:30
  4. ágúst : Strákar kl. 13 -15, Stelpur 15:30 – 17:30
  5. ágúst : Öll mæta kl. 11 og eru til 13.

Mán – fim fá krakkarnir miðdegishressingu en hádegismat á föstudegi. Lok námskeiðsvikunnar er í messu sunnudaginn 19. ágúst kl. 11, en foreldrar og börn eru boðin sérstaklega velkomin í þá messu.

Endilega takið einnig frá helgina 7.-9. september en þá er ferðinni heitið í Vatnaskóg.  Gjald fyrir ferðina verður innheimt með greiðsluseðlum í heimabanka sem greiða þarf fyrir brottför, verða sendir út viku fyrir ferðina. Ferðin er niðurgreidd af héraðssjóði og verður með rútu 15.000 kr. (með fyrirvara um breytingu).  Ef fjárhagur hamlar för þá endilega hafið samband og fundin verður lausn á því.

Yfir veturinn eru samverur svo einu sinni í mánuði að meðaltali.

Mjög mikilvægt er að þeir unglingar sem hyggjast taka þátt í fræðslunni taki þátt í vikunámskeiðinu í haust!

Athugið að upplýsingaveita og samskipti milli foreldra og kirkju munu fara fram annars vegar á heimasíðu kirkjunnar og hins vegar í facebook-hópnum Fermingarfræðsla Langó 2019 og eru foreldrar beðnir um að óska eftir aðgangi. Fyrirspurnum skal beint í netfangið johanna@langholtskirkja.is eða soknarpresturlangholt@gmail.com.

Guðbjörg : soknarpresturlangholt@gmail.com

Jóhanna : johanna@langholtskirkja.is

Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra velja sjálf sinn fermingardag. Ekki er nauðsynlegt að vera búin að ákveða dag við skráningu.

Ath. fræðslugjald vegna ferminga er innheimt einu sinni yfir veturinn og það fylgir gjaldskrá sem ákveðin er af innanríkisráðherra. Fræðslugjaldið fyrir veturinn 2018 – 2019 er 19.146 kr, með fyrirvara um breytingu af hálfu ráðuneytis og verður innheimt 1. október.

Fermingardagar 2019 eru :
Pálmasunnudagur 14.apríl kl. 11
Skírdagur 18. apríl kl. 11
Sumardagurinn fyrsti 25. apríl kl. 13