Fermingarfræðsla

Fermingarfræðsla

Skráning í fermingarfræðslu Langholtskirkju veturinn 2019-2020 fer fram rafrænt hér : 

SKRÁNINGARBLAÐ

Fermingarfræðsla Langholtskirkju stendur öllum unglingum í 8. bekk til boða hvort sem ferming um vorið er ákveðin eða ekki.  Fermingarfræðslan er nauðsynlegur undanfari fermingar sem og skírn.

Kynningarfundur fyrir unglinginn og foreldra/forráðafólk verður í Langholtskirkju

sunnudaginn 25. ágúst kl.11.  45 mín messa, léttur hádegisverður og kaffibolli ca. 30 mín og svo 30 mín kynning.  

Við hefjum svo fræðsluna með lotukennslu í fjóra daga :
26. ágúst kl. 17-19
27. ágúst kl. 17-19
28. ágúst kl. 17-19
29. ágúst kl. 17-19

ATHUGIÐ, það er mjög mikilvægt að börnin mæti alla fjóra upphafsdaga kennslunnar.

Því næst verða samverur einu sinni til tvisvar í mánuði, dagsetningar verða birtar í byrjun september og sendar foreldrum í tölvupósti.

Fermingarfræðslunni lýkur með helgarferð í Vatnaskóg í Hvalfirði 27.-29. mars 2020

Vatnaskógur er í Hvalfirði og þar eru sumarbúðir KFUMogK,  dýrðarstaður hannaður með þarfir barna og unglinga í forgrunni.  Ferðin er hin mestu skemmtilegheit og hvetjum við til þess að öll taki helgina frá og njóti með okkur þessa einstaka umhverfis sem er að finna í Vatnaskógi.  Gjaldi fyrir ferðina er stillt í hóf með því að söfnuður og héraðssjóður niðurgreiða kostnað. Gjald verður kynnt þegar nær dregur.

Markmið fræðslunnar er :
Efla almenna þekkingu á kristinni trú.
Vekja börnin til umhugsunar um eigin lífsskoðanir.
Ræða og æfa okkur í leiðum til að efla andlega heilsu með íhugun og bæn.
Gefa unglingnum tækifæri á að kynnast kirkjunni sinni og starfsfólki hennar betur.

Athugið að upplýsingaveita er á heimasíðu kirkjunnar : http://langholtskirkja.is/starfid/born-og-unglingar/fermingarfraedsla/

Samskipti milli foreldra og kirkju munu fara fram í tölvupósti.

Fyrirspurnum skal beint í netfangið soknarpresturlangholt ( @ ) gmail.com

Ath. fræðslugjald vegna fermingarfræðslu er innheimt einu sinni yfir veturinn.  Gjaldið fylgir gjaldskrá sem ákveðin er af innanríkisráðherra.  Fræðslugjaldið fyrir veturinn 2018 – 2019 var 19.146 kr,  gerður er fyrirvari um breytingu af hálfu ráðuneytis.

Fermingardagar 2020 eru :
Pálmasunnudagur 5. apríl kl. 11
Skírdagur 9. apríl kl. 11
Sumardagurinn fyrsti 23. apríl kl. 13

Ekki er nauðsynlegt að vera búin að ákveða dag við skráningu.

Hlökkum til að eiga samleið næsta vetur !

Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur.

p.s. Nýr prestur sem ber ábyrgð á barna og unglingastarfi tekur til starfa næsta haust og verður með umsjón fermingarfræðslunnar ásamt sóknarpresti.