8 – 9 ára starf

8 – 9 ára starf

IMG_1096

Starf fyrir börn í 3. og 4. bekk hefst  4. október 2016 og hópurinn starfar til febrúarloka 2017.

Skráning fer fram í gegnum netfangið: johanna@langholtskirkja.is.

Hópurinn kemur saman á þriðjudögum kl. 15:00 – 16:30. Börnin gera ýmislegt skemmtilegt saman en í upphafi annar skapa þau sína dagskrá að hluta til sjálf. Þau börn sem eru í frístund í Vogaseli eða Dalheimum geta lokið við nesti þar og komið svo beint í kirkjuna. Láta þarf starfsfólk frístundaheimilanna vita fyrirfram. Öll börn eru velkomin og starfið er gjaldfrjálst.

Starfsfólk Langholtskirkju annast starfið. Allt starfsfólk kirkjunnar hefur gengist undir skimun starfsmanna Þjóðkirkjunnar í tengslum við siðareglur kirkjunnar. Umsjón starfsins er í höndum Jóhönnu Gísladóttur æskulýðsprests. Hægt er að hafa samband við hana í gegnum netfangið johanna@langholtskirkja.is.

IMG_1093  IMG_3319