6 – 7 ára starf

6 – 7 ára starf

barnastarf 6 ára

Skráningarblað fyrir 6-7 ára börn Í VOGASKÓLA  : SKRÁNINGARBLAÐ

SKRÁNINGU FYRIR LANGHOLTSSKÓLA ER LOKIÐ OG EKKI HÆGT AÐ TAKA VIÐ FLEIRI BÖRNUM AÐ ÞESSU SINNI.

Langholtskirkja býður börnum í fyrsta og öðrum bekk í Langholts- og Vogaskóla að taka þátt í skemmtilegu og fræðandi frístundarstarfi. Börnin eru sótt í skólann einn dag í viku þegar kennslu lýkur og þeim svo fylgt til baka í frístund að stundinni lokinni. Markmið starfsins er að gefa börnum hverfisins tækifæri á að kynnast kirkjunni sinni og starfsfólki hennar ásamt því að öðlast í gegnum sögur og leik grunn-þekkingu í kristinni trú og ýmsum sögum Biblíunnar.

Starfsfólk Langholtskirkju annast starfið. Allt starfsfólk kirkjunnar hefur gengist undir skimun starfsmanna Þjóðkirkjunnar í tengslum við siðareglur kirkjunnar. Allt barnastarf Langholtskirkju er gjaldfrjálst. Umsjón starfsins er í höndum Jóhönnu Gísladóttur æskulýðsprests. Hægt er að hafa samband við hana í síma 696-1112 eða í gegnum netfangið johanna@langholtskirkja.is. Mikilvægt er að skrá öll börn sem ætla að taka þátt. Við hlökkum til að sjá sem flesta.

1.– 2. bekkur ( Langholtsskóli ): 

Í vetur verður boðið upp á barnastarf fyrir 1. – 2. bekk í Langholtsskóla á miðvikudögum kl. 13:30 – 15:00. Starfið hefst 5. október og stendur til lok nóvember. Líkt og áður verða börnin sótt í skólann og þeim svo fylgt til baka í frístund þegar stundinni lýkur. Láta þarf starfsfólk frístundaheimilanna vita ef barnið er skráð í kirkjustarf.

1.– 2. bekkur ( Vogaskóli ) :

Í vetur verður boðið upp á barnastarf fyrir 1. til 2. bekk í Vogaskóla á fimmtudögum kl. 13:30 – 15:00. Starfið hefst  2. febrúar 2017 og stendur til lok mars. Líkt og áður verða börnin sótt í skólann og þeim svo fylgt til baka í frístund þegar stundinni lýkur. Láta þarf starfsfólk frístundaheimilanna vita ef barnið er skráð í kirkjustarf.

barnastarfbarnastarf2