Jólasöngvar 2019

Jólasöngvar 2019

 

Sala á miðum fer í gegnum Tix.is

Áratugalöng hefð er fyrir Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju og í ár verða tvennir stórtónleikar haldnir eftirfarandi daga:

laugardaginn 14. desember kl. 20:00.

Sunnudaginn 15. desember kl. 17:00.

Þar munu Kór Langholtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar og Þorvaldar Arnar Davíðssonar.

Einsöngvarar að þessu sinni verða þau Herdís Anna Jónasdóttir, sem hlaut einróma lof fyrir frammistöðu sína í hlutverki Víolettu í La Traviata í vor, og Fjölnir Ólafsson, með sína flauelsmjúku barítónrödd. Auk þeirra koma fram einsöngvarar úr báðum kórum.

Hljómsveitina skipa:

Guðbjartur Hákonarson, fiðla
Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, selló
Frank Aarnink, slagverk
Richard Korn, kontrabassi.

Þetta verða fertugustu og aðrir Jólasöngvarnir við kertaljós og að vanda verður boðið upp á rjúkandi heitt jólasúkkulaði og piparkökur í hléi. Mikill jólaandi ríkir á tónleikunum og geta fjölmargir gesta vart hugsað sér að halda inn í hátíðirnar án þess að heyra „Barn er oss fætt“ og klukkuna hringja inn „Ó, helga nótt“.