Skráning í barnakórana hafin

Skráning í barnakórana hafin

Skráning í barnakóra Langholtskirkju er hafin. Síðustu ár hafa færri komist að en vilja í Krúttakórinn en hámarksfjöldi í hverjum hóp er 25 börn. Því er mikilvægt að skrá áhugasöm börn sem allra fyrst.

Krúttakór Langholtskirkju er ætlaður söngfuglum á aldrinum þriggja til sex ára. Æfingar fara fram einu sinni í viku og endar hver önn á tónleikum. Kórinn syngur einu sinni á önn í fjölskyldumessum í kirkjunni. Kórinn tekur til starfa fyrstu vikuna í september og starfar til loka apríl.
Kórstjórar eru Auður Gudjohnsen og Ragnheiður Sara Grímsdóttir.
Kennslugjald fyrir hvora önn er 23.000 kr. en fyrir börn fædd 2012 er það 25.000 kr. Foreldrar þeirra barna sem hafa hafið grunnskólanám geta nýtt sér frístundakort Reykjavíkurborgar.
Kóræfingarnar fara fram á eftirfarandi tímum:
Börn fædd 2014 og 2015 æfa á miðvikudögum kl. 16:20-16:50.
Börn fædd 2013 æfa á miðvikudögum kl. 16:55-17:25 eða 17:30-18:00.
Börn fædd 2012 æfa á mánudögum kl. 17:10-17:50.
Skráning í Krúttakórinn.

Graduale liberi er ætlaður börnum í 2. – 4. bekk og hentar jafnt byrjendum sem og börnum sem áður hafa sungið í Krúttakórnum. Kórinn syngur nokkrum sinnum á ári við messur og á ýmsum tónleikum.
Kórstjóri er Sunna Karen Einarsdóttir og raddþjálfari Lilja Dögg Gunnarsdóttir.
Börn fædd 2011 æfa á fimmtudögum kl. 16:30-17:30, kennslugjald er 30.000 kr. fyrir hvora önn.
Börn fædd 2009-2010 æfa á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:00-18:20. Kennslugjald er 40.000 kr. fyrir hvora önn.
Gjaldið fellur undir frístundakort Reykjavíkurborgar.
Skráning í Graduale liberi.

Graduale Futuri er eldri barnakór kirkjunnar og er framhald af Graduale liberi en tekur þó einnig við byrjendum í söngnámi. Hann er hugsaður fyrir aldurshópinn tíu til fjórtán ára. Kórinn æfir á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 17:00 – 18:40. Kórinn tekur þátt í ýmsum spennandi verkefnum yfir veturinn ásamt því að syngja á tónleikum í lok annar og syngja í messu tvisvar á önn. Stjórnandi er Rósa Jóhannesdóttir og raddþjálfari Lilja Dögg Gunnarsdóttir.
Kennslugjald er 43.000 kr. fyrir hvora önn. Gjaldið fellur undir frístundakort Reykjavíkurborgar.
Skráning í Graduale futuri.