Skráning er hafin í barna og unglingakóra

Skráning er hafin í barna og unglingakóra

Spennandi verkefni framundan og dásamlegur félagsskapur í söng og gleði. Börnin/unglingarnir læra undirstöðu atriði í söng, framkomu og samsöng. Sjá frekari upplýsingar neðar í póst.

Skráning hér:

Krúttakór  (3- 6 ára)

 http://langholtskirkja.is/starfid/korar/kruttakor/

Graduale Liberi (7 – 9 ára)

http://langholtskirkja.is/starfid/korar/korskoli/

Graduale Futuri  ( 10 – 14 ára)

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdpS_9T8fEKFjwoRwO5htkRCEf8AbS_0pWV2vs-02l9Lzt8Gw/viewform?embedded=true

 Gradualekór Langholtskirkju (14-18 ára)

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfbB6VZGLcZFjXr0KvxOkq45fNTjWwJ4zz-ZOvVbT0nbRkDHQ/viewform?embedded=true

NÁNARI UPPLÝSINGAR:

I Krúttakór Langholtskirkju er ætlaður söngfuglum á aldrinum þriggja til sex ára. Æfingar fara fram einu sinni í viku og endar hver önn á tónleikum. Kórinn tekur einnig þátt í fjölskyldumessu einu sinni á önn og einnig er öskudagsball. Kórinn tekur til starfa fyrstu vikuna í september og æfir til loka apríl. Efnisval er fjölbreytt og lög úr öllum áttum er æfð.

Kórstjórar Krúttakórsins eru Ragnheiður Sara Grímsdóttir og Auður Guðjohnsen.

Kóræfingarnar fara fram á eftirfarandi tímum:
Börn fædd 2014 og 2015 æfa á miðvikudögum kl. 16:20-16:50.
Börn fædd 2013 æfa á miðvikudögum kl. 16:55-17:25.
Börn fædd 2012 æfa á mánudögum kl. 17:10-17:50.

II Barnakórinn Graduale Liberi (2.-4.bekkur). Í kórnum er unnið með fjölbreytta tónlist og fengist við spennandi verkefni, t.d. nú á haustönn þar sem kórinn söng með Ragnheiði Gröndal á jólatónleikum Stórsveitarinnar.

Á döfinni á vorönn eru mörg spennandi verkefni. Barnakóramót í Langholtskirkju, fjölskyldutónleikar með Svavari Knút, messusöngur, náttfata-kósýkóræfing og vortónleikar.

Börn fædd 2011 æfa á fimmtudögum 16:30- 17:30

Börn fædd 2009-2010 æfa á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:00-18:20.

Kórmeðlimir fá reglubundið  einkatíma í söngþjálfun .

Kórstýra: Sunna Karen Einarsdóttir

Raddþjálfi: Lilja Dögg Gunnarsdóttir

III Graduale Futuri er eldri barnakór kirkjunnar og er framhald af Graduale liberi en tekur þó einnig við byrjendum í söngnámi. Hann er hugsaður fyrir aldurshópinn tíu til fjórtán ára.

Kórinn æfir á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 17:00 – 18.40. Kórinn tekur þátt í ýmsum spennandi verkefnum yfir veturinn ásamt því að syngja á tónleikum í lok annar og syngja tvisvar á önn í messum.

Stjórnandi er Sunna Karen Einarsdóttir og raddþjálfari Lilja Dögg Gunnarsdóttir.

 

IV  Gradualekórinn er unglingakór fyrir aldurshópinn 14 – 18 ára og tekur við af starfi Kórskólans. Kórinn er rekinn af foreldrafélagi. Söngdeild er starfandi í tengslum við kórinn sem gefur kost á grunnnámi í söng sem lýkur með grunnprófi sem tekið er við Söngskólann í Reykjavík með breskum prófdómurum. Námið er greitt niður um um það bil 50% af kórsjóði.

Kórinn æfir á þriðjudögum kl. 17 – 19 og annan hvern laugardag.

Þorvaldur Örn Davíðsson er kórstjóri Gradualekórs Langholtskirkju. Þorvaldur stundar kantórsnám ásamt því að vera meistaranemi í tónsmíðum. Hafa má samband við Þorvald Örn í netfangið: thorvaldurorn@gmail.com