Tónleikar framundan

Tónleikar framundan

Meðlimir í Listafélagi Langholtskirkju fá 30% afslátt á tónleika á vegum félagsins og auk þess tvo boðsmiða á Jólasöngvana.

Hægt er að gerast meðlimur með því að senda tölvupóst á listafelag.langholtskirkju@gmail.com með upplýsingum um nafn, kennitölu, heimilisfangi og netfangi. Árgjald er 6.000 kr.

Til að fá upplýsingar um hvernig eigi að nýta afslátt eða boðsmiða er best að senda póst á netfangið: listafelag.langholtskirkju@gmail.com.


2. nóvember kl. 16:00 – Jóhannesarpassían eftir J. S. Bach
Sönghópurinn Cantoque Ensemble og Barokkbandið Brák leiða saman hesta sína hér í fyrsta sinn til að flytja íslenskum áheyrendum vandaðan upprunaflutning á Jóhannesarpassíu eftir J.S.Bach á lifandi og innblásinn hátt, undir styrkri stjórn Steinars Loga Helgasonar. Listafélagar fá 30% afslátt.

Miðasala á Tix.is  Listafélagar fá 30% afslátt.


3. nóvember, kl. 20:00 – Tónleikar við kertaljós

Á allraheilagramessu verður minningarstund í Langholtskirkju þar sem tendruð verða bænaljós í minningu þeirra sem látin eru.

Kór Langholtskirkju flytur Sálumessu eftir Gabriel Fauré. Magnús Ragnarsson leikur á orgelið og Sunna Karen Einarsdóttir stjórnar. Einsöngvarar verða Eliska Helikarova og Ólafur Freyr Birkisson. Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar.

Aðgangur er ókeypis.


1. desember, kl 17:00 – Aðventuhátíð Langholtskirkju

Allir kórar kirkjunnar syngja aðventu- og jólatónlist hver í sínu lagi og saman. Auk þess leikur Lúðrasveitin Svanur skemmtileg jólalög, Sara Grímsdóttir les jólasögu, elstu börnin í Krúttakórnum flytja Lúsíuleik og kirkjugestir syngja inn aðventuna.

Að lokum er öllum boðið í heitt súkkulaði og piparkökur.

Aðgangur er ókeypis.


10. desember kl. 20:00 – Jólatónleikar Góðra Granna

Stjórnandi: Egill Gunnarsson.


12. desember, kl 18:00 – Jólatónleikar Graduale Liberi og Graduale Futuri 

Stúlknakórarnir Graduale Liberi og Graduale Futuri bjóða upp á hátíðlega og notalega jóladagskrá. Stjórnandi: Sunna Karen Einarsdóttir.

Aðgangur er ókeypis.


13. desember kl. 18:00 – Jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar

Nemendur í orgelleik og kórstjórn flytja hátíðlega jólatónlist.

Aðgangur er ókeypis.


14. desember kl. 20:00 og 15. desember kl. 17:00   – Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju

Þetta verða fertugustu og aðrir Jólasöngvarnir við kertaljós þar sem Kór Langholtskirkju og Gradualekórinn syngja þekkt jólalög og glæða jólaandann lífi.  Að vanda verður boðið upp á rjúkandi heitt súkkulaði og piparkökur í hléi.
Mikill jólaandi ríkir á tónleikunum og geta fjölmargir gesta vart hugsað sér að halda inn í hátíðirnar án þess að heyra “Barn er oss fætt” og klukkuna hringja inn “Ó, helga nótt”.
Einsöngvarar að þessu sinni verða þau Herdís Anna Jónasdóttir, sem hlaut einróma lof fyrir frammistöðu sína í hlutverki Víolettu í La Traviata í vor, og Fjölnir Ólafsson með sína silkimjúku baritónsrödd. Auk þeirra koma fram einsöngvarar úr báðum kórum og hljóðfæraleikarar.
Stjórnendur: Magnús Ragnarsson og Þorvaldur Örn Davíðsson.

Miðasala á Tix.is Listafélagar fá tvo boðsmiða.


16. desember kl. 20:00 – Bach fyrir jólin

Tómas Guðni Eggertsson og Davíð Þór Jónsson flytja tónlist eftir J. S. Bach á orgel og píanó.


27. desember kl. 20:00 – Jólatónleikar Fílharmóníunnar

Einsöngvari: Kristinn Sigmundsson.

Stjórnandi: Magnús Ragnarsson.


1. febrúar, kl. 16:00 – Náttsöngvar eftir Rakhmanínov

Kór Langholtskirkju flytur Náttsöngva eftir Sergei Rakhmanínov, sem er talið eitt besta tónverk rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og var í miklu uppáhaldi hjá tónskáldinu sjálfu. Verkið, sem stundum gengur undir nafninu Vesper, er í 15 köflum, sungið á rússnesku og tekur um klukkutíma í flutningi. Þetta er einstaklega hljómfagurt verk en um leið afar krefjandi fyrir kórinn.

Stjórnandi: Magnús Ragnarsson.

Aðgangur er ókeypis.


2. febrúar kl. 17:00 – Orgeltónlist eftir Johann Sebastian Bach

Organistarnir Eyþór Ingi Jónsson, Guðný Einarsdóttir, Magnús Ragnarsson og Þorvaldur Örn Davíðsson flytja orgelverk eftir Johann Sebastian Bach á Noack orgelið í Langholtskirkju sem byggt var sérstaklega með tónlist Bachs í huga.

Aðgangur er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum til styrktar byggingu nýs orgels í Háteigskirkju.


8. febrúar kl. 16:00 – Fjölskyldutónleikar með lögum Valgeirs Guðjónssonar

Graduale Liberi, Graduale Futuri og Gradualekór Langholtskirkju flytja ýmsar perlur sem Valgeir Guðjónsson hefur samið á löngum ferli.

Stjórnendur: Sunna Karen Einarsdóttir og Þorvaldur Örn Davíðsson.

Miðasala við innanginn. Ókeypis aðgangur fyrir 18 ára og yngri. Listafélagar fá 30% afslátt.


22. febrúar – Minningartónleikar um Jón Stefánsson


15. mars – Requiem eftir Verdi

Söngsveitin Fílharmónía ásamt hljómsveit.

Einsöngvarar: Hallveig Rúnarsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Gissur Páll Gissurarson og Kristinn Sigmundsson.

Stjórnandi: Magnús Ragnarsson.


23. mars kl. 20:00 – Kór Langholtskirkju og Sönghópurinn Hljómeyki halda sameiginlega tónleika í Langholtskirkju.
Stjórnendur: Magnús Ragnarsson og Þorvaldur Örn Davíðsson.

Miðasala við innganginn. Listafélagar fá 30% afslátt.


11. apríl – Níunda sinfónía Beethovens og Fiðlukonsert eftir John Speight

Sinfóníuhljómsveitr Norðurlands og Söngsveitin Fílharmónía.

Einleikari: Guðný Guðmundsdóttir.

Stjórnandi: Bjarni Frímann Bjarnason.


30. apríl kl. 18:00 – Vortónleikar barna- og unglingakóra Langholtskirkju

Allir barna- og unglingakórar kirkjunnar koma fram. Krúttakórinn (3-6 ára), Graduale Liberi (7-9 ára), Graduale Futuri (10-13 ára) og Gradualekór Langholtskirkju (14-18 ára). Kórarnir syngja allir saman og einnig hver og einn. Tónleikarnir eru ætíð vel sóttir og þétt setið í kirkjunni. Því hvetjum við tónleikagesti að mæta tímanlega til að tryggja sér sæti.

Aðgangur er ókeypis.


4. maí kl. 20:00 – Vortónleikar Góðra granna

Stjórnandi: Egill Gunnarsson.


16. maí kl. 16:00 – Kór Langholtskirkju og Kammerkór Seltjarnarneskirkju halda sameiginlega kórtónleika í Seltjarnarneskirkju.

Stjórnendur: Friðrik Vignir Stefánsson og Magnús Ragnarsson.

Miðasala við innganginn. Listafélagar fá 30% afslátt.


Vortónleikar Gradualekórs Langholtskirkju í maí

Dagsetning tilkynnt síðar.

Stjórnandi: Þorvaldur Örn Davíðsson.

Miðasala við innganginn. Listafélagar fá 30% afslátt.


3. júní kl. 20:00 – Kórtónleikar

Kór Langholtskirkju flytur metnaðarfull kórverk úr ýmsum áttum.

Stjórnandi: Magnús Ragnarsson.

Miðasala við innganginn. Listafélagar fá 30% afslátt.