Líknarsjóður Langholtskirkju

Líknarsjóður Langholtskirkju

 

Líknarsjóður Langholtskirkju var stofnaður sem minningarsjóður Ingibjargar Þórðardóttur eiginkonu sr. Árelíusar Níelssonar fyrrum sóknarprests Langholtssóknar. Tilgangur sjóðsins er að styðja þau fjárhagslega sem minna mega sín.

Árið 2015 var skipulagsskrá sjóðsins endurskoðuð. Ný stofnskrá var samþykkt af stjórn 3.febrúar 2015 og tilkynnt formlega til viðeigandi stjórnvalds. Samkvæmt henni er Hjálparstarfi kirkjunnar falið að ráðstafa því fé sem úthlutað er úr líknarsjóðnum.

Núverandi stjórn sjóðsins er:

Guðrún Áslaug Einarsdóttir formaður

Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur

Kristjana Kristjánsdóttir

Sigríður Ásgeirsdóttir

Sigríður Lister

 

Stjórn sjóðsins hittist 11.apríl s.l. og tók ákvörðun um úthlutun. Tekin var ákvörðun um 500.000 þúsund króna úthlutun á þessu ári sem greiðist Hjálparstarfi kirkjunnar samkvæmt 6.grein stofnskrárinnar.