Kvenfélagið

Kvenfélagið

kvenfelag

Um 80 konur eru í Kvenfélagi Langholtssóknar. Fundir eru haldnir fyrsta mánudag í hverjum mánuði auk þess sem ýmsir hópar, eins og til dæmis skokkhópur, gönguhópur, lestrarhópur og hópur matgæðinga, hittast reglulega.

Kvenfélag Langholtssóknar er einn hornsteina safnaðarstarfsins en þar hefur áratugum saman verið bakað og safnað fyrir kirkju og safnaðarheimili auk fleiri valinna verkefna utan safnaðar.

Endurbætur í safnaðarsal sem og málningarvinna í kirkjunni var nýverið fjármögnuð af kvenfélaginu.

Nánari upplýsingar um fundi og viðburði félagsins er að finna á Facebook síðunni “Konur í Langholti”.

Komdu og vertu með í góðum hópi.

Stjórn Kvenfélag Langholtssóknar veturinn 2017 -2018 er eftirfarandi :

Anna Birgis, formaður
Anna Þóra Paulsdóttir, varaformaður
Ásdís Asbegs, ritari
Ólina Hulda Guðmundsdóttir, gjaldkeri
Soffía Guðmundsdóttir, meðstjórnandi
Hulda Ingvdóttir, meðstjórnandi
Guðrún Ingvadóttir, meðstjórnandi