Tónlistarstarf

Tónlistarstarf

maggi1

Organisti Langholtskirkju er Magnús Ragnarsson kantor.

Veturinn 2017-2018 eru kórfélagar í sex kórum Langholtskirkju 222 talsins.

Kór Langholtskirkju, 32 meðlimir.
Graduale Nobili, 20 meðlimir.
Gradualekór Langholtskirkju 14-18 ára, 22 meðlimir.
Graduale Futuri 10-14 ára, 25 meðlimir
Graduale Liberi 7-9 ára, 28 meðlimir.
Krúttakórinn 4-7 ára, 95 meðlimir.

Veturinn 2017-2018

5. nóvember – á Allra-heilaga messu kl 17:00, minningarstund í Langholtskirkju þar sem tendruð verða bænaljós í minningu þeirra sem látin eru. Sálumessa Fauré flutt af Kór Langholtskirkju, Magnús Ragnarsson leikur á orgelið, Sunna Karen Einarsdóttir stjórnar, einsöngvarar Íris Björk Gunnarsdóttir og Ólafur Freyr Birkisson. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar.Aðgangur er ókeypis.

10.-12. nóvember: Barna- og unglingakórahátíð í Langholtskirkju.

Þáttakendur eru um 160 á aldrinum 9- 16 ára og allir í barnakórum við kirkjur.

Mótinu lýkur með tónleikum kl. 13 á sunnudeginum.

18. nóvember – kl: 18:00  Portrett  / /  Kórverk Hreiðars Inga

Hreiðar Ingi (1978) hefur skipað sér góðan sess með kórtónlist sinni og vakið víða lukku. Á þessum tónleikum verða veraldleg og trúarleg verk flutt frá ferli tónskáldsins, bæði ný og eldri. Um ræðir veglega tónleika þar sem flytjendur verða Kór Langholtskirkju undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar, Graduale Nobili undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar, Lilja Dögg Gunnarsdóttir, mezzósópran, Frank Aarnik, slagverksleikari og Elísabet Waage, hörpuleikari.

3. desember – kl 17:00, Aðventuhátíð Langholtskirkju

Allir kórar kirkjunnar koma við hér sögu og lúðrasveit. Flutt verður aðventutónlist og upptaktur sleginn að jólatíðinni.

9. desember – kl. 17:00 , Jólatónleikar Nobili

Dömukórinn Graduale Nobili undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar flytur hátíðartónlist, samtímaverk bæði íslensk og erlend.

12. desember – kl 19:00, Jólatónleikar Graduale futuri og söngdeildar Graduale kórsins

Graduale Futuri stúlknakórinn undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur býður uppá hátíðlega og notalega jóladagskrá. Nemendur Hörpu Harðardóttur í einsöng koma fram á tónleikunum

14. desember – kl 18:00, Jólatónleikar Kórskólans

Kórskólinn flytur helgileik undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur. Krúttakórinn undir stjórn Söru Grímsdóttur og Auðar Guðjóhnsen flytja jólalög og Graduele Futuri og Gradeuele koma einnig fram.

15.-17. desember   – Jólasöngvar kórs Langholtskirkju

Jólasöngvar fagna tímamótum en þeir verða haldnir í fertugasta skipti í ár. Kór Langholtskirkju og Graduale kórinn syngja þekkt jólalög og glæða jólaandann lífi. Einsöngvarar á tónleikunum verða þau Þóra Einarsdóttir og Kristinn Sigmundsson. Samkvæmt hefðinni verða boðið upp á rjúkandi súkkulaði og piparkökur í safnaðarheimilinu eftir tónleika.

18. janúar –  Heildarorgel Buxtehude, taka eitt. Nokkrir helstu organistar landsins flytja verk eftir Buxtehude

24. febrúar –  Barnakórarnir með Ragnheiði og Hauki Gröndal

18. mars – Listahátíð í Langholtskirkju í tilefni af afmæli kvenfélags Langholtssóknar. Safnað fyrir bólstrun á stólum kirkjunnar. Ýmsir tónlistarmenn og hópar koma fram.

13. apríl –  Messías, Kór Langholtskirkju og hljómsveit. Einsöngvarar: Harpa Ósk Björnsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Elmar Gilbertsson og Ágúst Ólafsson. Stjórnandi: Magnús Ragnarsson.

18. apríl – Vortónleikar Kórskólans

Vortónleikar Nobili, dagsetning auglýst síðar.

12. maí –  Eurovisiontónleikar Graduale