Fermingarbörn safna 6. nóv kl. 18-20 fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Kæru hverfisbúar í dag mánudaginn 6. nóvember milli kl. 18-20 munu fermingarbörn úr Langholtskirkju ganga í hús með bauka merkta Hjálparstarfi kirkjunnar og safna fyrir Hjálparstarfið.
Meðal þess sem börnin fá að kynnast í fermingarfræðslunni í vetur er þróunarsamvinna og hjálparstarf á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Fermingarbörnin fá fræðslu um þær erfiðu aðstæður sem fólkið á verkefnasvæðum í Eþíópíu glímir við og við munum ræða saman um sameiginlega ábyrgð þjóða heims á því að allir jarðarbúar fái lifað mannsæmandi lífi.
Börnin fá þá tækifæri til þess að sýna náungakærleik í verki með því að ganga í hús í sínu nærumhverfi með söfnunarbauk Hjálparstarfsins og bjóða fólki að taka þátt í verkefnunum með fjárframlagi.
Með fyrirfram þakklæti.
Kær kveðja úr Langholtskirkju