Litli salur

Litli salur

Salur til leigu Litli salurÍ safnaðarheimili Langholtssóknar eru fallegir veislusalir. Salina má leigja hvorn um sig eða þá báða og tengja saman.

Minni salurinn tekur um 80 manns í sæti en sá stærri 120 manns, hér eru nánari upplýsingar um hann. Ennfremur hentar vel að hafa standandi veislu eða erfidrykkju í salarkynnum safnaðarheimilisins.

Góð aðstaða er til funda og til ráðstefnuhalds og skjávarpi og tjald á staðnum.

 Bókanir og upplýsingar

Bókanir og upplýsingar um veislu og ráðstefnusali Langholtskirkju eru veittar í gegnum netfangið langholtskirkja@langholtskirkja.is. Einnig er hægt að fá upplýsingar í síma kirkjunnar     789-1300 þri- föst 10-15, en athugið að lokað er á mánudögum. Umsjón er í höndum Aðalsteins Guðmundssonar kirkjuvarðar.

 Gott að vita

Mjög hófleg meðferð léttra vína og bjórs er möguleg í veislum í safnaðarheimilinu. Veislum þarf að vera lokið um miðnætti. Reykingar eru bannaðar í húsinu.

Veislusalir til leigu

Safnaðarheimili Langholtskirkju

Sólheimum 11-13

104 Reykjavík

Kt. safnaðarheimilsins: 550997-2749

Sími á veislutíma: 7891300