Fréttir - Page 3 of 35 - Langholtskirkja

From the Blog

22. september. Messa og sunnudagaskóli kl.11

Messa og sunnudagaskóli kl. 11 léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir þjónar, Magnús Ragnarsson organisti og Gradualekór Langholtskirkju undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar. Sara Gríms leiðir sunnudagaskólann. Messuþjónar taka á móti þér, verið velkomin.

Bjór og sálmar föstudaginn 27. september

Föstudaginn 27. september endurtekur Kór Langholtskirkju leikinn og býður til kvöldstundar með sálmasöng og bjór í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 20:00. Bjór- og sálmakvöld hafa verið haldin í kirkjum bæði hérlendis og erlendis og vakið mikla lukku. Kórinn stóð fyrir sams konar viðburði 1. mars í ár, þar sem sönggleðin var[…]

Fjölskyldumessa kl. 11 sunnudaginn 15. september

Verið velkomin í Langholtskirkju sunnudaginn 15. september kl. 11 Fjölskyldumessa í kirkjunni, Krúttakórin syngur undir stjórn Söru Grímsdóttur og Auðar Guðjohnsen. Aldís Rut Gísladóttir leiðir stundina. Léttur hádegsmatur í lok samveru.

Barnastarf á virkum dögum hefst aðra vikuna í september

Barnastarf á virkum dögum hefst aðra vikuna í september. Öll börn eru velkomin og er starfið án endurgjalds. Starfið fer fram á eftirfarandi tímum: 3. – 4. bekkur hittist á þriðjudögum kl. 14 – 16. Starfið hefst þriðjudaginn 10. september og eru börnin skráð á staðnum. Láta þarf frístund vita[…]

Samvera sunnudag 1.9. kl. 11 í Langholtskirkju og safnaðarheimili

Sunnudagurinn 1. september  kl. 11, hvernig væri að skella sér í Langholtskirkju, söngur, gildin í lífinu hugleidd og sunnudagaskóli. Léttur hádegisverður í boði áður en þú ferð heim. Félagar úr Fílharmóníunni leiða sönginn undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar ásamt messuþjónum og kirkjuverði. Vertu velkominn.

Messa kl. 11 sunnudaginn 25. ágúst upphaf fermingarfræðslu.

Messa kl. 11 sunnudaginn 25. ágúst.  Upphaf fermingarfræðslunnar, ungmenni sem hafa skráð sig til þáttöku í fermingarfræðslunni í vetur og forráðafólk þeirra sérstaklega boðin velkomin. Félagar úr Graduale Nobili syngja en stjórnandi þeirra er Þorvaldur Örn Davíðsson.  Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar auk kirkjuvarðar og messuþjóna.  Organisti er Magnús Ragnarsson.  Léttur[…]

Messa við lok gleðidaga 18. ágúst kl. 11

Messa við lok gleðidaga til að fagna fjölbreytileikanum kl. 11 sunnudaginn 18. ágúst. Grétar Einarsson predikar, Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða sönginn undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Léttur hádegisverður að messu lokinni. Verið velkomin.

Helgistund á Hvítasunnudag kl. 11

Komdu og vertu með okkur í síðustu samverunni fyrir sumarleyfi á Hvítasunnudag kl. 11.  Guðbjörg sóknarprestur, Aðalsteinn kirkjuvörður og Magnús organisti taka á móti ykkur ásamt forsöngvurum úr Kór Langholtskirkju. Verið velkomin !