Fréttir - Page 3 of 30 - Langholtskirkja

From the Blog

Aftansöngur – Kórvesper miðvikudaginn 31. október kl. 18

Miðvikudaginn 31. október kl. 18 flytja nemendur úr Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands kórvesper (evensong) í Langholtsskirkju. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir leiðir stundina ásamt organistanum og kennaranum Magnúsi Ragnarssyni. Evensong er aldagamalt form með ríkulegri tónlist, upprunninn í Englandi. Þar skiptast á lestrar og söngvar eftir ákveðinni fyrirmynd, og gegna Biblíuljóð[…]

Fjölskyldumessa sunnudaginn 28. október kl. 11

Fjölskyldumessa kl. 11. Yngstu börnin í Krúttakór Langholtskirkju taka lagið fyrir kirkjugesti undir stjórn Söru Grímsdóttur og Auðar Guðjohnsen. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar ásamt Magnúsi Ragnarssyni organista, Aðalsteini Guðmundssyni kirkjuverði og messuþjónum. Boðið verður upp á léttan hádegisverð eftir stundina. Notaleg stund fyrir alla aldurshópa og öll velkomin.

Vetrarfrí í barna- og kórastarfi Langholtskirkju 18.-21. október

Vetrarfrí er í barna- og kórastarfi Langholtskirkju frá fimmtudeginum 18. október til sunnudagsins 21. október líkt og í grunnskólum höfuðborgarinnar. Frí er því starfi 3. og 4. bekkjar á fimmtudeginum sem og á öllum barnakóraæfingum. Sunnudagaskólinn verður þó á sínum stað á sunnudeginum kl. 11 og öll börn velkomin.  

Messa og barnastarf sunnudaginn 21. okt kl. 11

Davíð og Batseba verða í fókus á sunnudaginn 21. okt kl. 11 í messu. Barnastarf á sama tíma. Léttur hádegisverður eftir messuna. Guðbjörg sóknarprestur þjónar ásamt Magnúsi organista, félögum úr Fílharmóníunni og messuþjónum. Verið velkomin.

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 14. október kl. 11

Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Organisti er Magnús Ragnarsson. Gradualekór Langholtskirkju og nemendur úr Söngskóla Reykjavíkur gleðja kirkjugesti með fallegum söng undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma. Sara og Hafdís taka vel á[…]

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 7. október kl. 11

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Organisti er Magnús Ragnarsson. Stúlknakórinn Graduale Futuri undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Hafdís og Sara taka vel á móti sunnudagaskólabörnum á öllum aldri. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið og bera fram kaffi[…]

Kynningarfundur Kvenfélags Langholtssóknar mánudaginn 1. október kl. 20

Kvenfélag Langholtssóknar tekur nú til starfa eftir sumarfrí. Vetrarstarfið byrjar að venju með skemmtilegum kynningarfundi þar sem Ebba Guðný Guðmundsdóttir flytur erindi um heilsusamlegt mataræði. Fundurinn verður mánudaginn 1. október kl. 20 og vonast kvenfélagskonur til að sjá sem flestar. Gestir velkomnir og áhugasamar konur innan sem utan hverfis hvattar[…]

Fjölskyldumessa sunnudaginn 30. september kl. 11

Fjölskyldumessa kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar ásamt Sunnu Karen Einarsdóttur píanóleikara. Fimm ára hópur Krúttakórs Langholtskirkju tekur lagið fyrir kirkjugesti undir stjórn Auðar Guðjohnsen. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið og bjóða upp á veitingar með kaffinu eftir stundina. Notaleg samvera fyrir alla fjölskylduna og öll velkomin.[…]

Messa og sunnudagaskóli 23. september kl. 11

Messa og sunnudagaskóli kl. 11, léttur hádegisverður að messu lokinni. Félagar úr Kór Langholtskirkju syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista, Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar ásamt messuþjónum og Aðalsteini Guðmundssyni kirkjuverði. Hafdís Davíðsdóttir og Sara Grímsdóttir leiða sunnudagaskólann. Verið velkomin.