Aftansöngur – Kórvesper miðvikudaginn 31. október kl. 18
Miðvikudaginn 31. október kl. 18 flytja nemendur úr Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands kórvesper (evensong) í Langholtsskirkju. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir leiðir stundina ásamt organistanum og kennaranum Magnúsi Ragnarssyni. Evensong er aldagamalt form með ríkulegri tónlist, upprunninn í Englandi. Þar skiptast á lestrar og söngvar eftir ákveðinni fyrirmynd, og gegna Biblíuljóð[…]