Fréttir - Page 3 of 26 - Langholtskirkja

From the Blog

Fermingardagar vorið 2019

Fermingardagar vorið 2019 eru eftirfarandi: Pálmasunnudagur 14. april  Skírdagur 18. april  Sumardagurinn fyrsti 25. apríl  Nánari upplýsingar um fermingarfræðsluna berast með pósti til foreldra og forráðafólks í byrjun maí. Fjölskyldur fermingarbarna eru boðnar í messu 27. maí og á stuttan fræðslufund sem hefst strax að messu lokinni. Öll eru velkomin[…]

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 18. mars

Verið velkomin til kirkju sunnudaginn 18. mars kl. 11. Jóhanna Gísladóttir æskulýðsprestur þjónar og predikar. Organisti er Magnús Ragnarsson. Gradualekór Langholtskirkju gleður kirkjugesti með fallegum söng. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Sara Grímsdóttir og Hafdís Davíðsdóttir taka vel á móti sunnudagaskólabörnum á öllum aldri á sama tíma.[…]

Predikun 11. mars 2018

sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur. Hvað er sannleikur ? Ég heilsa ykkur kæri söfnuður með orðum postulans : Náð sé með ykkur og friður ! Vikan sem var að líða er sannkallað þakkarefni. Enn eina vikuna fékk ég að þjóna í Langholtssókn. Athafnir gleði og sorgar, sálgæslusamtöl um flóknustu verkefni lífsins.[…]

Útvarpsmessa og sunnudagaskóli 11. mars

Verið velkomin til kirkju sunnudaginn 11. mars kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar og predikar. Organisti er Magnús Ragnarsson. Kór Langholtskirkju leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Messunni verður útvarpað á Rás 1. Kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma. Hafdís og Hekla taka[…]

Ungir einsöngvarar 8. mars kl. 20

Sorg, gleði, ást og dauði! Það má segja að sterkar tilfinningar fylgi klassískum sönglögum og óperuaríum. Átta ungar og efnilegar söngkonur munu stíga á stokk og tjá allar þessar tilfinningar í tónum ýmissa tónskálda á borð við Mozart, Bach, Verdi og Puccini. Skrautlegir karakterar munu birtast á tónleikunum; dramatísk díva[…]

Allt um kring, fjölskyldutónleikar á laugardaginn kl. 16

Laugardaginn 24. febrúar, kl 16:00 verður glatt á hjalla í Langholtskirkju. Barna og unglingakórar kirkjunnar blása til fjölskyldutónleika þar sem flutt verða ýmis þekkt lög, íslensk og erlendi. Einnig verða frumflutt barnalög eftir Auði Guðjóhnsen sem stýrir Krúttakórnum við kirkjuna. Listafélagið hvetur fjölskyldur til að fjölmenna á tónleikana. Ásamt kórum[…]

Messa, sunnudagaskóli og páskabingó kl. 11 sunnudaginn 25. febrúar.

Messa og sunnudagaskóli, sunnudaginn 25. febrúar kl. 11. Félagar úr Fílharmóníunni syngja undir stjórn Magnúsar organista, Guðbjörg sóknarprestur þjónar, Hafdís og Sara taka á móti börnunum. Að messu lokinni heldur Kvenfélag Langholtssóknar hið árlega Páskabingó. Öll eru velkomn, enda er þetta er skemmtun fyrir alla fjölskylduna og öll börn verða[…]

Fjölskyldumessa sunnudaginn 18. febrúar

Verið velkomin í fjölskyldumessu næstkomandi sunnudag kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og undirleik annast Bryndís Baldvinsdóttir. Miðjuhópur Krúttakórs Langholtskirkju syngur fyrir kirkjugesti undir stjórn Auðar Guðjohnsen og Söru Grímsdóttir. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Kaffi, djús og ávextir eftir stundina. Við hlökkum til að sjá sem[…]