Fréttir - Page 3 of 27 - Langholtskirkja

From the Blog

Kaffihúsamessa 3. júní kl. 11, Góðir Grannar syngja.

Vertu velkomin/n að fá þér kaffisopa og með´því á sunnudaginn kl. 11, í safnaðarheimilinu. Góðir Grannar leiða sönginn og syngja örlítið fyrir okkur líka, en stjórnandi þeirra er Egill Gunnarsson. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar auk Magnúsar Ragnarssonar organista. Barnastarfinu er lokið í bili en við hefjumst handa að nýju að[…]

Vorhátíð ! 27. maí kl.11-16

Vorhátíð Langholtskirkju hefst með messu kl. 11. Dömukórinn Graduale Nobili syngur Þorvaldur Örn Davíðsson er stjórnandi þeirra. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar, organisti Magnús Ragnarsson. Að messu lokinni hefst vormarkaður kvenfélagsins kl. 12:00 – 16:00. Að venju verður boðið upp á spennadi varning til sölu, skemmtiatriði, hoppukastali og fl. fyrir börnin,[…]

Messa og barnastarf á Hvítasunnudag 20. maí

Messa og barnastarf kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur og sr. Jóhanna Gísladóttir þjóna. Organisti er Magnús Ragnarsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða safnaðarsöng. Fimmtán börn verða fermd í athöfninni. Kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Sögustund fer fram á sama tíma í litla sal. Sara Grímsdóttir tekur vel á móti[…]

Fjölskyldumessa sunnudaginn 13. maí

Verið öll velkomin í létta og skemmtilega fjölskyldusamveru sunnudaginn 13. maí kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar ásamt Bryndísi Baldvinsdóttur píanóleikara. Stúlknakórinn Graduale Futuri og grænlenskur barnakór leiða saman hesta sína í athöfninni og taka lagið fyrir kirkjugesti undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Kaffi[…]

Messa á uppstigningardag 10. maí kl. 11

Á uppstigningardag 10. maí er messa í Langholtskirkju kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar og Jóhanna Gísladóttir æskulýðsprestur predikar. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Söngfjelagið Góðir grannar leiðir messusöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Kaffi og meðlæti eftir stundina í safnaðarheimili. Öll hjartanlega velkomin.

Messa og sögustund barnanna sunnudaginn 6. maí

Verið velkomin til kirkju sunnudaginn 6. maí kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar og predikar. Organisti er Magnús Ragnarsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða safnaðarsöng. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Sögustund fyrir börnin fer fram á sama tíma. Sara Grímsdóttir tekur vel á móti hressum krökkum á[…]

Eurovision tónleikar Graduale

Eurovision tónleikar Gradualekórs Langholtskirkju, verða þann 11.maí kl. 19.30. Á dagskránni eru fjölbreytt Eurovision lög, gömul og ný, íslensk og erlend og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Sérstakur gestur er Sigríður Thorlacius. Stórviðburður sem enginn eurovisionaðdáandi má láta fram hjá sér fara! Stjórnandi Gradualekórs Langholtskirkju er Þorvaldur[…]

Nobilidömur syngja inn vorið 1. maí

Graduale Nobili heldur tónleika á degi verkalýðsins þann 1. maí kl 17:00. Aðgangur er ókeypis. Efnisskráin samanstendur af tónlist sem kórinn hefur unnið að í vetur eftir íslensk og erlend tónskáld, meðal annars eftir Poulenc, Veljo Tormis, Hreiðar Inga, Svanfríði Hlín og Þorvald Örn. Einnig verður örlítill verkalýðsblær yfir tónleikunum[…]

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 9. september kl. 11

Verið velkomin til kirkju sunnudaginn 9. september kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar ásamt Magnúsi Ragnarsyni organista, kirkjuverði og messuþjónum. Félagar úr Fílharmóníunni leiða safnaðarsöng. Kaffi og meðlæti í safnaðarheimili eftir stundina. Sunnudagaskólinn tekur til starfa á nýju misseri eftir sameiginlegt upphaf inni í kirkju. Sara Grímsdóttir og Hafdís Davíðsdóttir[…]

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 22. apríl

Verið velkomin til kirkju sunnudaginn 22. apríl kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og organisti er Magnús Ragnarsson. Verðlaunakórinn Graduale Nobili leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Messunni verður útvarpað beint á Rás 1. Sunnudagaskólinn verður[…]