Fréttir - Page 29 of 32 - Langholtskirkja

From the Blog

Fjölskyldumessa og skírn sunnudaginn 22. nóvember kl. 11

Tíminn líður hratt og næstkomandi sunnudagur 22. nóvember er sá síðasti á kirkjuárinu. Þá er fjölskyldumessa í Langholtskirkju kl. 11 og allir hjartanlega velkomnir, ungir sem aldnir. Sr. Jóhanna Gísladóttir og Snævar Jón Andrjesson æskulýðsfulltrúi leiða stundina og fá góða hjálp frá messuþjónum og fermingarbörnum. Yngri hópar Krúttakórs Langholtskirkju undir[…]

Laufabrauðsbakstur Kvenfélags Langholtssóknar 21. nóvember kl. 13-15

Kvenfélag Langholtssóknar stendur fyrir laufabrauðsbakstri laugardaginn næstkomandi 21. nóvember milli kl. 13:00 og 15:00. Þetta er tilvalið tækifæri til hefja jólaundirbúninginn með allri fjölskyldunni og eiga saman notalega stund í safnaðarheimilinu. Börn og barnabörn sérstaklega velkomin. Laufabrauð er selt og steikt á staðnum og verðið er það sama og í[…]

Hausttónleikum Kórs Langholtskirkju aflýst !

Því miður hefur tónleikum Kórs Langholtskirkju sem áttu að fara fram 15. nóvember næstkomandi verið aflýst. Þeir sem höfðu tryggt sér miða hjá www.tix.is geta nálgast endurgreiðslu þar.

Rittúlkuð messa og sunnudagaskóli 15. nóvember kl. 11

  Allir eru velkomnir í messu til okkar í Langholtskirkju sunnudaginn 15. nóvember kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar og sr. Jóhanna Gísladóttir predikar. Organisti er Jón Stefánsson. Messuþjónar og fermingarbörn aðstoða við messuhald. Messan í heild sinni verður rittúlkuð í samvinnu við félagið Heyrnarhjálp, en það merkir að[…]

Hausttónleikar Kórs Langholtskirkju 15. nóvember kl. 17

ATH: ÞVÍ MIÐUR HEFUR ÞESSUM TÓNLEIKUM VERIÐ AFLÝST. MIÐAHAFAR GETA NÁLGAST ENDURGREIÐSLU HJÁ WWW.TIX.IS.    Sunnudaginn 15. nóvember kl. 17 eru hausttónleikar Kórs Langholtskirkju. Á efnisskránni verða verk eftir tvö norsk tónskáld. Eitt þekktasta tónskáld norðmanna, Knut Nystedt, lést á síðasta ári en hann hefði orðið 100 ára hinn 3.[…]

Stríðsáramessa, sunnudagaskóli og basar sunnudaginn 8. nóvember

Það verður nóg um að vera í Langholtskirkju næstkomandi sunnudag 8. nóvember. Við hefjum daginn á því að minnast þess að 70 ár eru liðin frá stríðslokum með sérstakri stríðsáramessu kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og Birna Kristín Ásbjörnsdóttir spilar undir. Söngfjelagið Góðir Grannar leiðir safnaðarsöng og syngur ameríska[…]

Barnastarf fyrir 1. og 2. bekk í Langholtsskóla hefst 5. nóvember !

  Langholtskirkja býður börnum í 1. og. 2. bekk í Langholtskóla að taka þátt í vönduðu barnastarfi sem hefst 5. nóvember n.k. og stendur vikulega til jóla. Starfsfólk kirkjunnar sækir börnin í skólann á fimmtudögum kl. 13.30 og fylgir þeim eftir samveruna til baka í frístundarheimilið Glaðheima um kl. 15.[…]

Nóvemberfundur Kvenfélags Langholtssóknar mánudaginn 2. nóvember kl. 20

  Nóvemberfundur Kvenfélags Langholtssóknar fer fram næstkomandi mánudagskvöld 2. nóvember kl. 20 í safnaðarheimili kirkjunnar. Dagskráin byrjar að venju inn í kirkju þar sem sr. Jón Dalbú Hróbjartsson flytur stutta hugvekju. Jón Stefánsson organisti stýrir söngatriði og í framhaldinu verður boðið upp á súpu og brauð. Gestur kvöldsins er Mitsuko[…]

Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarfi Kirkjunnar

  Mánudaginn 2. nóvember taka fermingarbörn í Langholtskirkju þátt í landssöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar. Þá ganga fermingarbörnin í sókninni í hús og safna fjármunum í innsiglaða bauka merkta Hjálparstarfi kirkjunnar. Safnað er fyrir vatnsbrunnum í Jijiga héraði í Eþíópíu. Við biðjum ykkur að taka vel á móti börnunum, en þessi söfnun[…]