Fréttir - Page 29 of 29 - Langholtskirkja

From the Blog

Barnastarf fyrir 3. og 4. bekk er byrjað !

Barnastarf Langholtskirkju er hafið að nýju eftir gott sumarfrí. Fyrsti barnahópurinn hefst þriðjudaginn 8. september kl. 15:00 – 16:30. Það er starf fyrir 3. og 4. bekk þar sem börnin fá tækifæri í gegnum leik, föndur og fræðslu að kynnast hverfiskirkjunni sinni, starfsfólki þess og spjalla um Guð, lífið og[…]

Kveðja frá sr. Guðbjörgu sem nú er komin í veikindaleyfi

Kæri söfnuður, því miður er ég komin í veikindaleyfi, en verð komin aftur frísk og kát áður en þið vitið af. Ég er strax farin að sakna ykkar, en veit einnig að allt mun ganga sinn vanagang ; ) Frá og með 1. október leysir sr. Jón Dalbú Hróbjartsson mig[…]

Göngu/skokk-hópur Kvenfélagsins fer af stað 17. september

Hefur þig alltaf langað til að byrja að hlaupa en átt erfitt með að koma þér af stað? Göngu/skokk-hópur Kvenfélags Langholtssóknar hefur göngu sína í næstu viku. Hópurinn hentar öllum, byrjendum jafnt og þeim sem eru vanar að hreyfa sig. Hugmyndin er að koma saman og fá sér ferskt loft[…]

Messa og kórahátíð sunnudaginn 25. ágúst kl. 11

Á næsta sunnudag verður mikið um dýrðir hér í kirkjunni.  Lítil stúlka verður borin til skírnar og hún Hildur Jóhannsdóttir verður fermd. Fermingarbörn 2014 og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðin velkomin. Í messunni syngja nokkrir kórar sem munu taka þátt í að gera fjórðu bókina um tónlistarmúsina Maxímús Músíkús. Þetta[…]

Nýr kirkjuvörður

Nú hefur aldeilis hlaupið á snærið hjá okkur hér í Langholtinu ! Aðalsteinn Guðmundsson mun taka við sem kirkjuvörður þann 15. ágúst og hlökkum við mikið til samstarfsins. Grétar kveðjum við 1. september og óskum honum velfarnaðar ; )