Fréttir - Page 27 of 32 - Langholtskirkja

From the Blog

Barnastarf á virkum dögum hefst 12. janúar

Barnastarf á virkum dögum hefst að nýju 12. janúar. Hóparnir eru eftirfarandi: 1. – 2. bekkur í Langholtsskóla hefst fimmtudaginn  14. janúar og verður með sama sniði og fyrir jól. Börnin eru sótt í skólann og fylgt til baka í frístund eftir samveruna. Þessi hópur lýkur starfi sínu í lok[…]

Sími kirkjunnar liggur niðri vegna bilunar

Vegna bilunar í símatengi utanhúss liggur sími kirkjunnar niðri þessa stundina. Sérfræðingar hjá Símanum eru að vinna í laga þetta sem fyrst en mögulegt er að þetta verði ekki komið í lag fyrr en eftir helgi. Hægt er að ná í Aðalstein kirkjuvörð í síma 896-5200 þangað til sími kirkjunnar[…]

Næsta messa er 10. janúar kl. 11

  Langholtskirkja óskar sóknarbörnum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fjölmargar góðar stundir á liðnum árum! Næsta messa í kirkjunni er 10. janúar kl. 11 og sunnudagaskólinn hefur göngu sína á nýju ári sama dag. Í framhaldinu hefst annað safnaðarstarf í kirkjunni. Við hlökkum til að koma saman á[…]

Skrifstofa Langholtskirkju er lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa Langholtskirkju er lokuð milli jóla og nýárs. Ef erindið er brýnt er hægt að hafa samband við Aðalstein kirkjuvörð í síma : 896-5200. Við minnum á aftansöng á gamlársdag kl. 17 og hátíðarguðsþjónustu á nýársdag kl. 14. Skrifstofan opnar að nýju 5. janúar og helgihald og sunnudagaskólinn hefjast á[…]

Fjölskylduguðsþjónusta og jólaball sunnudaginn 20. desember kl. 11

Fjórði sunnudagur í aðventu er rétt handan við hornið og þá ætlum við í Langholtinu að vera með fjölskyldumessu og jólaball ! Sr. Jóhanna Gísladóttir og Snævar Jón Andrjesson leiða stundina ásamt Esju og messuþjónum. Hin fjölhæfa Bryndís Baldvinsdóttir kórstjóri Kórskólans ætlar að spila fyrir söng og dansi. Rauðklæddir bræður[…]

Barnakórar Langholtskirkju komnir í jólafrí

Allir barnakórar kirkjunnar eru komnir í jólafrí frá og með mánudeginum 14. desember. Kóræfingar hefjast á nýju ári vikuna 10. – 16. janúar. Æfingar hefjast hjá Kórskóla, Graduale og Graduale Futuri 12. janúar Æfingar hefjast hjá Krúttakórnum 13. janúar Þau börn sem skráð voru í Kórskólann, Graduale og Graduale Futuri[…]

Barnastarf á virkum dögum og starf eldri borgara komið í jólafrí

Frá og með fimmtudeginum 10. desember er allt barnastarf á virkum dögum og eldri borgarastarf komið í jólafrí. Starfið hefst á nýjan leik vikuna 11. – 15. janúar. Sunnudagaskólinn verður þó áfram á sínum stað 3. og 4. sunnudag í aðventu og jólaball fyrir börn á öllum aldri þann 20.[…]

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 13. desember kl. 11

Það verður gott að koma saman í kirkjunni á þriðja sunnudegi í aðventu 13. desember. Messa og sunnudagskóli er á sínum stað klukkan 11:00. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og predikar. Kór Vogaskóla leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur. Messuþjónar og fermingarbörn aðstoða við messuhald. Birna[…]

Tónleikar Graduale Futuri og Söngdeildar Kórskólans þriðjudaginn 8. desember kl. 18

Tónleikar Graduale Futuri og Söngdeildar Kórskólans fara fram þriðjudaginn 8. desember kl.18 í Langholtskirkju. Graduale Futuri syngur á ensku verkið Gabriel og María eftir John Höjby undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur. Kórmeðlimir spreyta sig á einsöng í verkinu. Hljóðfæraleikarar eru : Sunna Gunnlaugsdóttir: píanó Þorgrímur Jónsson: kontrabassi Sigurður Flosason: þverflauta og[…]

Jólatónleikar Kórskóla Langholtskirkju 10. desember kl. 18 – ath. ókeypis aðgangur

Á jólaföstunni gefst tækifæri til að fylgjast með blómlegu uppbyggingarstarfi kirkjunnar alveg frá Krúttakór og upp í Gradualekór Langholtskirkju. Hinn sígildi jólahelgileikur Hauks Ágústssonar er fluttur af kórskólabörnum. Hátt í 150 börn á aldrinum 4. – 18 ára taka þátt í tónleikunum og eitt er víst að gleðin verður við[…]