Fréttir - Page 27 of 28 - Langholtskirkja

From the Blog

Messa og sunnudagaskóli 25. október kl. 11

Allir eru velkomnir til messu sunnudaginn 25. október kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson predikar og þjónar fyrir altari. Vera Hjördís Matsdóttir sækir kirkjuna heim og syngur einsöng á vegum Söngskólans í Reykjavík. Hún leiðir einnig safnaðarsöng ásamt systur sinni Hafdísi Matsdóttur og móður þeirra Halldóru Eyjólfsdóttur. Jón Stefánsson organisti[…]

Fjölskyldumessa 18. október kl. 11

Sunnudaginn næstkomandi 15. október kl. 11 er fjölskyldumessa í Langholtskirkju. Þar verður sögð sagan um Móses litla sem átti úrræðagóða móður sem bjargaði lífi hans með því að taka til sinna ráða. Hefur þú heyrt þessa sögu áður ? Jóhanna og Snævar leiða stundina ásamt Esju og glæstum hóp sjálfboðaliða,[…]

Messa og sunnudagaskóli 11. október kl. 11

Allir eru velkomnir til messu í Langholtskirkju sunnudaginn 11. október kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson predikar og þjónar fyrir altari og Söngdeild Kórskóla Langholtskirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Jóns Stefánssonar organista. Eftir messu mun Söngdeildin standa fyrir örtónleikum í safnaðarheimilinu fyrir kirkjugesti. Sunnudagaskólinn verður að sjálfsögðu á sínum stað[…]

Tónleikar ungra einsöngvara 2015

Tónleikar ungra einsöngvara í Langholtskirkju verða 25. október næstkomandi. Söngvarar í ár eru Árný Björk Björnsdóttir, Einar Dagur Jónsson, Guðfinnur Sveinsson, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, María Sól Ingólfsdóttir, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, Sólveig Óskarsdóttir og Steinunn Þorvaldsdóttir. Á dagskránni verða ýmis verk en atriði úr Töfraflautunni eftir Mozart munu vera í meiri[…]

Kynningarfundur Kvenfélags Langholtssóknar 5. október kl. 20

Kvenfélag Langholtssóknar kynnir starfsemi sína mánudagskvöldið 5. október kl. 20 í safnaðarsal Langholtskirkju. Þar mun Sigrún Þóra Sveinsdóttir sálfræðingur meðal annars halda erindi um jákvæða sálfræði í daglegu lífi. Félagskonur sem og allar konur eru boðnar hjartanlega velkomnar til að koma og kynna sér vetrarstarfið. Markmið Kvenfélagsins er m.a. að efla[…]

Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson tekur til starfa 1. október

Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson tekur til starfa í Langholtssókn 1. október og dvelur hjá okkur til ársloka í fjarveru sr. Guðbjargar sóknarprests sem er í veikindaleyfi. Jón Dalbú hefur starfað sem prestur hjá Þjóðkirkjunni í áratugi og nú síðast sem sóknarprestur Hallgrímskirkju. Við í Langholtinu fögnum því að fá hann[…]

Messa og sunnudagaskóli 4. október kl. 11

Hér í Langholtinu verður messað að venju sunnudaginn 4. október kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson predikar og þjónar fyrir altari og Kór Langholtskirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Jóns Stefánssonar organista. Snævar og Hafdís taka vel á móti börnunum í sunnudagaskólanum. Kaffi, djús og kex eftir stundina. Fermingarbörn snúa til[…]

Barnastarf fyrir 5. og 6. bekk hefst föstudaginn 2. október !

Börn í 5. og 6. bekk hittast kl. 14:00 – 15:30 á föstudögum og bralla ýmislegt saman. Börnin móta sína dagskrá að vissu leyti sjálf en á planinu er meðal annars föndur, leikir, óvissuferð og þau ætla einnig að gista saman í kirkjunni í eina nótt í vetur. Allir velkomnir.[…]

Afmælistónleikar Graduale Nobili

Í tilefni 15 ára afmælis Graduale Nobili ætlar kórinn að halda tónleika í Langholtskirkju þann 1. nóvember, klukkan 17:00. Núverandi og fyrrverandi meðlimir kórsins ætla að koma saman og syngja sígildar Nobili-perlur, meðal annars In paradisum í útsetningu Hreiðars Inga Þorsteinssonar, en verkið er einkennandi fyrir kórinn og í miklu[…]

Söfnun fyrir neyðaraðstoð hjálparstarfs kirkjunnar

Hér í Langholtskirkju ætla allir að leggjast á eitt og safna klinki í fjölskyldumessu á sunnudaginn sem rennur beint í neyðaraðstoð hjálparstarfs kirkjunnar fyrir flóttafólk. Börn í 3. og 4. bekk tóku sig til og máluðu krukkur til þess að safna klinki og munu taka við framlögum. Átt þú ekki[…]