Fréttir - Page 27 of 27 - Langholtskirkja

From the Blog

Hvatning frá biskup Íslands til íslenskra safnaða

Biskupar landsins, Kristján Valur Ingólfsson, Agnes Sigurðardóttir og Solveig Lára Guðmundsdóttir hafa sent frá sér eftirfarandi hvatningu til íslenskra safnaða: Biskupar Þjóðkirkjunnar hvetja allt kirkjufólk til að bregðast fljótt og af hlýju við þeim mikla vanda er við blasir varðandi flótta fólks frá heimalandi sínu. Hin kristna köllun gagnvart náunga okkar[…]

Messa og sunnudagaskóli 20. september kl. 11

Messa og sunnudagaskóli í Langholtskirkju kl. 11:00. Sr. María Ágústsdóttir héraðsprestur predikar og þjónar fyrir altari. Graduale Futuri leiðir safnaðarsöng undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur kórstjóra ásamt Jóni Stefánssyni organista. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í litla sal eftir sameiginlegt upphaf inn í kirkju. Snævar er loksins komin til baka frá[…]

Birna Kristín Ásbjörnsdóttir spilar í fjölskyldumessum í vetur

Birna Kristín Ásbjörnsdóttir er nemandi í FÍH og æfir alla virka morgna á píanóið í kirkjunni. Við starfsfólkið sem fáum að njóta þess að hlusta á hana getum vitnað um að hún er mikill snillingur! Birna Kristín mun taka þátt í fjölskyldumessunum í vetur með Jóhönnu og Snævari en sú[…]

Starf eldri borgara hefst á nýjan leik 16. september

Starf eldri borgara í Langholtskirkju hefst á nýjan leik 16. september 2015. Umsjón starfsins er í höndum Helgu Guðmundsdóttur og Sigríðar Ásgeirsdóttur. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði: Helgistund hefst í kirkjunni kl. 12:10. Léttur hádegisverður er fram borinn kl. 12:30. Eftir matinn er lagið tekið með Jóni Stefánssyni organista og[…]

Barnastarf fyrir 3. og 4. bekk er byrjað !

Barnastarf Langholtskirkju er hafið að nýju eftir gott sumarfrí. Fyrsti barnahópurinn hefst þriðjudaginn 8. september kl. 15:00 – 16:30. Það er starf fyrir 3. og 4. bekk þar sem börnin fá tækifæri í gegnum leik, föndur og fræðslu að kynnast hverfiskirkjunni sinni, starfsfólki þess og spjalla um Guð, lífið og[…]

Kveðja frá sr. Guðbjörgu sem nú er komin í veikindaleyfi

Kæri söfnuður, því miður er ég komin í veikindaleyfi, en verð komin aftur frísk og kát áður en þið vitið af. Ég er strax farin að sakna ykkar, en veit einnig að allt mun ganga sinn vanagang ; ) Frá og með 1. október leysir sr. Jón Dalbú Hróbjartsson mig[…]

Göngu/skokk-hópur Kvenfélagsins fer af stað 17. september

Hefur þig alltaf langað til að byrja að hlaupa en átt erfitt með að koma þér af stað? Göngu/skokk-hópur Kvenfélags Langholtssóknar hefur göngu sína í næstu viku. Hópurinn hentar öllum, byrjendum jafnt og þeim sem eru vanar að hreyfa sig. Hugmyndin er að koma saman og fá sér ferskt loft[…]

Messa og kórahátíð sunnudaginn 25. ágúst kl. 11

Á næsta sunnudag verður mikið um dýrðir hér í kirkjunni.  Lítil stúlka verður borin til skírnar og hún Hildur Jóhannsdóttir verður fermd. Fermingarbörn 2014 og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðin velkomin. Í messunni syngja nokkrir kórar sem munu taka þátt í að gera fjórðu bókina um tónlistarmúsina Maxímús Músíkús. Þetta[…]

Nýr kirkjuvörður

Nú hefur aldeilis hlaupið á snærið hjá okkur hér í Langholtinu ! Aðalsteinn Guðmundsson mun taka við sem kirkjuvörður þann 15. ágúst og hlökkum við mikið til samstarfsins. Grétar kveðjum við 1. september og óskum honum velfarnaðar ; )