Fréttir - Langholtskirkja

From the Blog

Aftansöngur/Kórvesper miðvikudaginn 20. febrúar kl. 18

Miðvikudaginn 20. febrúar kl. 18 verður Aftansöngur í Langholtskirkju. Flutt verður falleg kórtónlist úr ýmsum áttum. Nemendur í kórstjórn við Listaháskólann og Tónskóla Þjóðkirkjunnar stjórna og syngja. Jóhanna Gísladóttir þjónar.

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 17. febrúar

Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Organisti er Magnús Ragnarsson. Barna- og unglingakórar við kirkjur á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í athöfninni. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Hafdís Davíðsdóttir leiðir sunnudagaskólann á sama tíma. Börn á öllum aldri velkomin. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili eftir stundina.[…]

Messa og barnastarf kl. 11 sunnudaginn 10. febrúar

Messa og barnastarf kl. 11 á sunnudaginn.  Félagar úr Fílharmóníunni syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar ásamt messuþjónum. Sara Grímsdóttir og Hafdís Davíðsdóttir leiða barnastarfið. Léttur hádegisverður að messu lokinni í safnaðarheimilinu. Verið velkomin !

Graduale Liberi syngur í messu 3. febrúar kl.11

Messa og barnastarf kl. 11. Barnakórinn Graduale Liberi syngur við messuna undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur, Magnús Ragnarsson er organisti. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar, auk Söru Grímsdóttur og Hafdísi Davíðsdóttur sem taka vel á móti börnunum í barnastarfið. Léttur hádegisverður að messu lokinni. Verið hjartanlega velkomin.

Kórkonsert eftir Alfred Schnittke laugardaginn 2. febrúar kl. 16. Ókeypis aðgangur

Þann 2. febrúar næstkomandi kl. 16 mun Kór Langholtskirkju flytja Kórkonser fyrir blandaðan kór eftir Alfred Schnittke undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Aðgangur er ókeypis. Alfred Schnittke (1934- 1998) var eitt höfuðtónskálda Rússa á 20. öld. Skrifaði hann Kórkonsertinn á árunum 1984 – 1985 sem var svo frumfluttur í Moskvu árið[…]

Messa og barnastarf 27. jan kl.11, biskup Íslands heimsækir söfnuðinn.

Messa og barnastarf kl. 11. Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir þjónar ásamt prestum kirkjunnar. Magnús Ragnarsson er organisti. Við athöfnina syngja Kór Langholtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju en stjórnandi Gradualekórsins er Þorvaldur Örn Davíðsson. Hafdís Davíðsdóttir og Sara Gríms taka á móti börninunum í barnastarfinu. Að messunni lokinni verður léttur[…]

Messa og barnastarf kl. 11 sunnudaginn 20. janúar.

Messa og barnastarf kl. 11. Graduale Nobili syngur við athöfnina en stjórnandi þeirra er Þorvaldur Örn Davíðsson. Organisti er Magnús Ragnarsson, Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar. Sara og Hafdís taka á móti börnunum í barnastarfinu. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að lokinni messu. Verið velkomin.

Messa og barnastarf 13. janúar kl.11

Áramóta messa Eldriborgararáðs í Langholtkirkju 13. janúar kl. 11, barnastarfið verður á sínum stað. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur og Þórey Dögg Jónsdóttir djákni þjóna. Söngfélagið Góðir grannar syngur undir stjórn Egils Gunnarssonar.  Organisti Kristján Hrannar Pálsson. Eftir guðsþjónustuna býður Langholtssöfnuður og Eldriborgararáð kirkjugestum upp á veitingar. Verið hjartanlega velkomin. Guðsþjónustan er samstarfsverkefni.[…]

Messa og barnastarf sunnudaginn 6. janúar kl. 11

Verið velkomin til kirkju fyrsta sunnudag á nýju ári, 6. janúar kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar ásamt Magnúsi Ragnarsyni organista, kirkjuverði og messuþjónum. Félagar úr Fílharmóníunni leiða safnaðarsöng. Kaffi og meðlæti í safnaðarheimili eftir stundina. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað eftir sameiginlegt upphaf í kirkju. Sara Grímsdóttir og Hafdís[…]