Fréttir - Langholtskirkja

From the Blog

Laufabrauðsgerð Kvenfélags Langholtssóknar sunnudaginn 26. nóvember

Skemmtileg samverustund fyrir alla fjölskylduna með jólalegum blæ í safnaðarheimili Langholtskirkju kl. 12-16. Laufabrauðsútskurður og piparkökuskreyting. Jólatónlist, kaffi og jólaglögg (óáfeng). Takið með ykkur bretti, hnífa og ílát undir brauð og piparkökur.Laufabrauð er selt og steikt á staðnum. Ath. ekki er posi á staðnum.  

Rittúlkuð messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 26. nóvember

Verið velkomin í Langholtskirkju kl 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og organisti er Magnús Ragnarsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða safnaðarsöng og taka lagið fyrir kirkjugesti. Einsöngur: Kristrún Friðriksdóttir. Athöfnin verður rittúlkuð í samvinnu við Heyrnarhjálp. Kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma. Sara Grímsdóttir[…]

Messa og sunnudagaskóli kl. 11, 19. nóvember.

Messa og sunnudagaskóli kl. 11 í Langholtskirkju sunnudaginn 19. nóvember. Félagar úr Fílharmóníunni leiða sönginn undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar. Verið velkomin

PORTRETT / / Kórverk Hreiðars Inga, 18. nóv kl. 16

Hreiðar Ingi (1978) hefur skipað sér góðan sess með kórtónlist sinni og vakið víða lukku. Á þessum tónleikum verða veraldleg og trúarleg verk flutt frá ferli tónskáldsins, bæði ný og eldri. Um ræðir veglega tónleika þar sem flytjendur verða Kór Langholtskirkju undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar, Graduale Nobili undir stjórn Þorvaldar[…]

Barna- og unglingakórahátíð í Langholtskirkju 10. – 12. nóvember

Dagana 10- 12. nóvember verður haldin barna- og unglingakórahátíð í Langholtskirkju. Þáttakendur eru um 160 á aldrinum 9- 16 ára og allir í barnakórum við kirkjur. Kennari og kórstjóri hátíðarinnar er Sanna Valvanne frá Finnlandi sem er alin upp í fremsta barnakóra Finnlands, Tapiola kórnum og er nú í hópi eftirsóttustu[…]

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 12. nóvember

Verið velkomin í messu sunnudaginn 5. nóvember kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og organisti er Magnús Ragnarsson. Barnakórar víðs vegar að um land syngja í messunni en athöfnin er hluti af kóramóti sem stendur yfir í Langholtskirkju um helgina. Þáttakendur eru um 160 á aldrinum 9- 16 ára og allir[…]

Messa og minningarstund sunnudaginn 5. nóvember

Verið velkomin í messu sunnudaginn 5. nóvember kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar og Magnús Ragnarsson organisti leikur á orgelið. Verðlaunakórinn Graduale Nobili syngur við athöfnina, stjórnandi Þorvaldur Örn Davíðsson. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma eftir sameiginlegt upphaf í kirkju. Hafdís Davíðsdóttir[…]

Minningarstund á allra heilagra messu, 5. nóv kl. 17

Tendruð verða bænaljós í minningu þeirra sem látin eru sunnudaginn 5. nóvember kl. 17:00 í Langholtskirkju. Sálumessa Fauré verður flutt af Kór Langholtskirkju. Magnús Ragnarsson organisti leikur á orgel, Sunna Karen Einarsdóttir stjórnar, einsöngvarar verða þau Íris Björk Gunnarsdóttir og Ólafur Freyr Birkisson úr röðum kórsins. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar.[…]