Fréttir - Langholtskirkja

From the Blog

Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 21. janúar

Verið velkomin í fjölskyldumessu næstkomandi sunnudag kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og undirleik annast Bryndís Baldvinsdóttir. Barnakórinn Graduale Liberi syngur fyrir kirkjugesti undir stjórn Sunnu Karenar EInarsdóttur. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Kaffi, djús og ávextir eftir stundina. Hlökkum til að sjá sem flest!    

Organistar spila Buxtehude föstudaginn 19. janúar kl. 18

Organistar spila Buxtehude í Langholtskirkju Föstudaginn 19. janúar kl. 18 Organistastarfið er gríðarlega gefandi og skemmtilegt starf, en organistar geta verið nokkuð faglega einangraðir, það er sjaldgæft að fleiri en einn organisti vinni við hverja kirkju. Til að auka samstarfið ákvað hópur organista að hittast og spila saman. Á fyrstu[…]

Messa og sunnudagaskóli 7. janúar kl. 11

Verið velkomin í messu kl. 11. Eva Björk Valdimarsdóttir héraðsprestur þjónar og predikar. Organisti er Magnús Ragnarsson. Félagar úr söngsveitinni Fílharmóníu leiða safnaðarsöng. Kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma. Hafdís Davíðsdóttir og Hekla Sigurðardóttir taka vel á móti börnum á öllum aldri. Kaffisopi í[…]

Safnaðarstarf á nýju ári hefst aðra vikuna í janúar

Almennt safnaðarstarf í Langholtskirkju á nýju ári hefst aðra vikuna í janúar, eða sem hér segir: Sunnudagur 7. janúar – messa og sunnudagaskóli Mánudagur 8. janúar – kóræfing hjá Krúttakór og prjónakaffi Þriðjudagur 9. janúar – barnastarf fyrir 5. – 7. bekk og kóræfing hjá Graduale Liberi, Graduale Futuri og[…]

Velkomin að syngja með í jólamessunum

Við þökkum öllum þeim sem komu á Jólasöngvana um helgina. Eins og áður er öllum söngvurum velkomið að syngja með í kórnum í messunum um jólin. Á aðfangadag verður aftansöngur kl. 18, mæting kl. 17. Hátíðasöngvar sr. Bjarna verða sungnir ásamt sálmunum, Barn er oss fætt, Nóttin var sú ágæt[…]

Barnastarf á virkum dögum komið í jólafrí

Barnastarf á virkum dögum er komið í jólafrí en hefst aftur í annarri viku á nýju ári, eða sem hér segir: 5.-7. bekkur þriðjudaginn 9. janúar 3.-4. bekkur miðvikudaginn 10. janúar Jólasamvera 9. bekkjar verður þriðjudaginn 19. desember kl. 20 og starfið hefst svo að nýju í janúar. Starf fyrir[…]

Messa og sunnudagaskóli 10. desember kl. 11

Messa og sunnudagaskóli 10. desember kl. 11 Graduale Futuri syngur undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur, organisti er Magnús Ragnarsson. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar. Hafdís og Sara taka á móti börnunum í sunnudagaskólanum. Heitt á könnunni eftir messu.