Fréttir - Langholtskirkja

From the Blog

Messufrí í Langholtskirkju 25. júní – 6. ágúst vegna sumarleyfa

Messufrí er í Langholtskirkju frá sunnudeginum 25. júní til 6. ágúst vegna sumarleyfis starfsfólks. Vísað er á helgihald í Bústaðakirkju sem fram fer alla sunnudaga í sumar. Sr. Pálmi Matthíasson leysir sóknarprest Langholtskirkju af í sumarleyfinu. Fyrsta messa eftir sumarleyfi fer fram 13. ágúst kl. 11. Öll velkomin.

Skrifstofa Langholtskirkju lokuð 20. júní – 8. ágúst vegna sumarleyfa

Skrifstofa Langholtskirkju er lokuð frá og með 20. júní – 8. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Hægt er að senda fyrirspurnir á langholtskirkja@langholtskirkja.is og tölvupósti er svarað einu sinni í viku. Sé erindið mjög brýnt og þarfnast úrlausnar strax er hægt að hringja í Helgu Herlufsen í síma: 892-6799. Sé þörf[…]

Sumarmessa sunnudaginn 18. júní

Verið velkomin til kirkju 18. júní  kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Söngfjelagið Góðir grannar leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Organisti er Sólveig Anna Aradóttir. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður aðstoðar við helgihaldið. Kaffisopi í safnaðarheimili eftir stundina. Verið öll velkomin.  

Sumarmessa sunnudaginn 11. júní

Verið velkomin í létta og notalega sumarmessu sunnudaginn 11. júní kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Organisti er Sólveig Anna Aradóttir. Aðalsteinn Guðmundsson aðstoðar við helgihaldið. Kaffi og meðlæti eftir stundina. Öll velkomin!  

Fundur fyrir fermingarbörn næsta vetrar, foreldra þeirra og forráðafólk

  Kynningarfundur fyrir verðandi fermingarbörn fædd árið 2004 og foreldra/forráðafólk verður haldinn í Langholtskirkju sunnudaginn 28. maí kl. 12, eða strax að messu lokinni. Á þessum stutta fundi gefst unglingunum og fjölskyldum þeirra tækifæri til að sjá framan í prestinn, rætt verður hvernig fermingarfræðslunni er háttað yfir veturinn, námsefnið kynnt[…]

Messa og vorhátíð sunnudaginn 28. maí

Það verður mikið um að vera í Langholtskirkju sunnudaginn 28. maí. Við hefjum góðan dag á messu kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Verðlaunakórinn Graduale Nobili leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Strax að messu lokinni[…]

Messa á uppstigningardag 25. maí

Á uppstigningardag 25. maí er messa í Langholtskirkju kl. 11. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir þjónar og predikar. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Eldri fóstbræður sækja kirkjuna heim og taka lagið fyrir kirkjugesti. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Boðið verður upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu eftir stundina. Verið öll[…]

Messa og sögustund barnanna sunnudaginn 21. maí

Verið velkomin til kirkju sunnudaginn 21. maí kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Snævar Jón Andrjesson guðfræðinemi predikar lokapredikun sína sem nemi við guðfræðideild Háskóla Íslands. Organisti er Sólveig Anna Aradóttir. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða safnaðarsöng. Sara Grímsdóttir tekur vel á móti börnum á öllum aldri í sögustund á[…]

Kórskólinn og starf eldri borgara komið í sumarfrí

Kórskólanum lauk með glæsilegum vortónleikum s.l. fimmtudag og halda söngfuglar í Krúttakór, Kórskólanum og Graduale Futuri nú í sumarfrí. Kórastarfið hefst á nýjan leik fyrstu vikuna í september. Hægt er að forskrá þau börn sem ætla að vera áfram í kórnum hér á heimasíðu kirkjunnar undir nafni kórsins. Starfi eldri[…]

Langholtssókn auglýsir laust til umsóknar starf organista

Langholtssókn í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra auglýsir laust til umsóknar starf organista. Um er að ræða 100% starf. Menntunarkröfur eru Kantorspróf. Krafist er reynslu af kirkjulegu starfi og hæfni í mannlegum samskiptum. Launagreiðslur og önnur kjör miðast viðkjarasamning launanefndar þjóðkirkjunnar og FÍO/Organistadeildar FÍH. Umsóknarfrestur er til 7. júní 2017. Umsóknir berist rafrænt[…]