Fréttir - Langholtskirkja

From the Blog

5. janúar : Messa og sunnudagaskóli

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 5. janúar kl.11, Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar, Góðir Grannar syngja undir stjórn Egils Gunnarssonar. Organisti er Magnús Ragnarsson. Sara Gríms tekur vel á móti börnunum í sunnudagaskólanum. Verið velkomin á nýju ári !

Góðir grannar og brasskvintett í aðventumessu 8. des kl.11.

Vertu velkomin í aðventumessu kl. 11 Góðir grannar syngja undir stjórn Egils Gunnarssonar og undirleik Magnúsar Ragnarssonar organista. Brasskvartett úr Skólahljómsveit Austurbæjar leikur einnig við athöfnina. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar. Sara Gríms tekur á móti börnunum í sunnudagaskólanum. Léttur hádegisverður að messu lokinni.

Aðventuhátíð á sunnudaginn kl. 17

Fyrsta sunnudag í aðventu verður haldin glæsileg aðventuhátíð í Langholtskirkju kl. 17. Allir kórar kirkjunnar syngja aðventu- og jólatónlist hver í sínu lagi og saman. Auk þess leikur Lúðrasveitin Svanur skemmtileg jólalög, lesin verður jólasaga, elstu börnin í Krúttakórnum flytja Lúsíuleik og kirkjugestir syngja inn aðventuna. Að lokum er öllum[…]