Fréttir - Langholtskirkja

From the Blog

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 24. september

Messa og sunnudagaskóli kl. 11 sunnudaginn 24. september. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar, organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson sem stýrir söng Gradualekórs Langholtskirkju við messuna. Sara Gríms tekur á móti krökkunum í sunnudagaskólanum. Heitt á könnunni í safnaðarheimilinu eftir messu. Vertu velkomin/n !

Hljómsveitin Eva leiðir óhefðbundið helgihald sunnudaginn 17. september

Óhefðbundið helgihald í Langholtskirkju sunnudaginn 17. september kl. 17. Hljómsveitin Eva og vinir hafa skapað gjörning sem styðst við messuform þjóðkirkjunnar og á að höfða til sem flestra, óháð trúarafstöðu og lífsskoðana.  Sjálfar segja þær um Glæðingamessuna: Við skulum koma saman. Við þurfum að spjalla. Eða ekki spjalla heldur syngja.[…]

Messa sunnudaginn 27. ágúst kl. 11

Messa kl. 11, Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar, organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson og stýrir Graduale Nobili kórnum sem syngur við messuna. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við messuna og bjóða uppá molasopa að messu lokinni. Vertu velkomin/n.

Barnastarf á virkum dögum hefst aðra vikuna í september

Barnastarf Langholtskirkju á virkum dögum hefst á nýjan leik aðra vikuna í september. Öll börn eru velkomin og starfið gjaldfrjálst. Skráning fer fram á staðnum en einnig er hægt að senda tölvupóst á johanna@langholtskirkja.is fyrir frekari upplýsingar.  Börn í 3. – 4. bekk koma á miðvikudögum kl. 14 – 16.[…]

Skráning í barnakóra Langholtskirkju fyrir veturinn ’17-’18 er hafin

Skráning í barnakóra Langholtskirkju er hafin á heimasíðu Langholtskirkju undir “starfið -> kórar “. Síðustu ár hafa færri komist að en vilja í Krúttakórinn en hámarksfjöldi í hverjum hóp er 25 börn. Því er mikilvægt að skrá áhugasöm börn sem allra fyrst. Krúttakór Langholtskirkju er ætlaður söngfuglum á aldrinum fjögurra[…]

Messufrí í Langholtskirkju 25. júní – 6. ágúst vegna sumarleyfa

Messufrí er í Langholtskirkju frá sunnudeginum 25. júní til 6. ágúst vegna sumarleyfis starfsfólks. Vísað er á helgihald í Bústaðakirkju sem fram fer alla sunnudaga í sumar. Sr. Pálmi Matthíasson leysir sóknarprest Langholtskirkju af í sumarleyfinu. Fyrsta messa eftir sumarleyfi fer fram 13. ágúst kl. 11. Öll velkomin.

Skrifstofa Langholtskirkju lokuð 20. júní – 8. ágúst vegna sumarleyfa

Skrifstofa Langholtskirkju er lokuð frá og með 20. júní – 8. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Hægt er að senda fyrirspurnir á langholtskirkja@langholtskirkja.is og tölvupósti er svarað einu sinni í viku. Sé erindið mjög brýnt og þarfnast úrlausnar strax er hægt að hringja í Helgu Herlufsen í síma: 892-6799. Sé þörf[…]

Sumarmessa sunnudaginn 18. júní

Verið velkomin til kirkju 18. júní  kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Söngfjelagið Góðir grannar leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Organisti er Sólveig Anna Aradóttir. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður aðstoðar við helgihaldið. Kaffisopi í safnaðarheimili eftir stundina. Verið öll velkomin.  

Sumarmessa sunnudaginn 11. júní

Verið velkomin í létta og notalega sumarmessu sunnudaginn 11. júní kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Organisti er Sólveig Anna Aradóttir. Aðalsteinn Guðmundsson aðstoðar við helgihaldið. Kaffi og meðlæti eftir stundina. Öll velkomin!