Fréttir - Langholtskirkja

From the Blog

Góðir grannar og brasskvintett í aðventumessu 8. des kl.11.

Vertu velkomin í aðventumessu kl. 11 Góðir grannar syngja undir stjórn Egils Gunnarssonar og undirleik Magnúsar Ragnarssonar organista. Brasskvartett úr Skólahljómsveit Austurbæjar leikur einnig við athöfnina. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar. Sara Gríms tekur á móti börnunum í sunnudagaskólanum. Léttur hádegisverður að messu lokinni.

Aðventuhátíð á sunnudaginn kl. 17

Fyrsta sunnudag í aðventu verður haldin glæsileg aðventuhátíð í Langholtskirkju kl. 17. Allir kórar kirkjunnar syngja aðventu- og jólatónlist hver í sínu lagi og saman. Auk þess leikur Lúðrasveitin Svanur skemmtileg jólalög, lesin verður jólasaga, elstu börnin í Krúttakórnum flytja Lúsíuleik og kirkjugestir syngja inn aðventuna. Að lokum er öllum[…]

Krúttleg fjölskyldumessa :)

Krúttakórinn, yngsti hópur, syngur í messu sunnudaginn 24. nóvember kl.11. Auður, Sara og Guðbjörg leiða messuna, léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Vertu velkomin/n ! Að messu lokinni hefst svo laufabrauðgerð kvenfélagsins. Hægt að kaupa kökur á vægu verði sem verða svo steiktar. Ekki er vitlaust að taka með sér box fyrir[…]

Messa sunnudaginn 17. nóvember kl. 11 í Langholtskirkju

Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar. Graduale Futuri syngur undir stjónr Sunnu Karenar Einarsdóttur. Magnús Ragnarsson er organisti. Þórdís Una Nielsen leikur á trompet í messu. Sunnudagaskólinn á sínum stað undir stjórn Söru Grímsdóttur. Léttur hádegisverður eftir messu. Öll hjartanlega velkomin.

Jóhannesarpassían 2. nóvember.

Sönghópurinn Cantoque Ensemble og Barokkbandið Brák leiða saman hesta sína hér í fyrsta sinn til að flytja íslenskum áheyrendum vandaðan upprunaflutning á Jóhannesarpassíu eftir J.S.Bach á lifandi og innblásinn hátt, undir styrkri stjórn Steinars Loga Helgasonar. Meðlimir í Listafélagi Langholtskirkju fá 30% afslátt af miðaverði. Til að fá afsláttinn er[…]

Messa og sunnudagaskóli 27. október kl. 11

Messa sunnudaginn 27. október kl. 11 og sunnudagaskóli Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar. Fílharmónían syngur ásamt söngskólanemanum Ellerti Blæ Bjarneyjar- Guðjónssyni. Organisti er Magnús Ragnarsson. Sara Gríms tekur vel á móti börnunum í sunnudagaskólann. Léttur hádegisverður eftir messu – allir hjartanlega velkomnir.

Fjölskyldumessa sunnudaginn 20. október kl. 11

Fjölskyldumessa sunnudaginn 20. október kl. 11. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir þjónar og krúttakór Langholtskirkju kemur fram undir stjórn Söru Grímsdóttur og Auðar Guðjohnsen. Léttur hádegisverður að lokinni messu og allir hjartanlega velkomnir.

Messa sunnudaginn 13. október kl. 11

Messa sunnudaginn 13. október kl. 11 í Langholtskirkju. Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar. Graduale Futuri syngur undir sjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur. Organisti er Magnús Ragnarsson. Sara Grímsdóttir tekur vel á móti börnunum í sunnudagaskólanum. Léttur hádegisverður eftir messu.

Messa og sunnudagaskóli 6. október kl. 11

Messa og sunnudagaskóli 6. október kl. 11. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar. Kór Langholtskirkju syngur og organisti er Magnús Ragnarsson. Sunnudagaskólinn er á sínum stað og tekur Sara Grímsdóttir vel á móti börnunum. Léttur hádegisverður eftir messu.