Jóhanna Gísladóttir

Jóhanna Gísladóttir

Æskulýðsprestur Langholtssóknar er Jóhanna Gísladóttir guðfræðingur frá Háskóla Íslands en hún útskrifaðist árið 2015.  Jóhanna hefur starfað í barna- og æskulýðsstarfi þjóðkirkjunnar í tæpan áratug og sótt ýmsa fræðslu þess efnis innan- og utanlands. Hún hefur einnig unnið að ýmsum stærri verkefnum fyrir fræðslusvið Biskupsstofu, er formaður Félags Prestvígðra Kvenna og meðlimur í Áhugamannafélagi um Guðfræðiráðstefnur. Jóhanna var vígð til Langholtssóknar árið 2015 og er hennar verksvið umsjón barna- og unglingastarfs.

Jóhanna er með viðtalstíma samkvæmt samkomulagi í síma 696-1112 og í gegnum netfangið johanna@langholtskirkja.is