Guðbjörg Jóhannesdóttir

Guðbjörg Jóhannesdóttir

Sóknarprestur Langholtssóknar er Guðbjörg Jóhannesdóttir guðfræðingur frá Háskóla Íslands og MA í sáttamiðlun og átakastjórnun frá Kaupmannahafnarháskóla.  Guðbjörg er gift og móðir fimm barna.

Guðbjörg er með viðtalstíma samkvæmt samkomulagi í síma 8617918 og netfangið soknarpresturlangholt@gmail.com

Guðbjörg hefur þjónað sem prestur síðan 1998, fyrstu níu árin þjónaði hún í Sauðárkróksprestakalli þar sem hún var sóknarprestur.  Árin þar á eftir þjónaði hún í nokkrum söfnuðum á höfuðborgarsvæðinu ýmist sem sóknarprestur eða prestur, uns hún var valin til að gegna embætti sóknarprests í Langholtssókn árið 2012.  Guðbjörg leiðir safnaðarstarfið í samstarfi við sóknarnefnd Langholtssóknar.