Nobilidömur syngja inn vorið 1. maí

Nobilidömur syngja inn vorið 1. maí

Graduale Nobili heldur tónleika á degi verkalýðsins þann 1. maí kl 17:00.

Aðgangur er ókeypis.

Efnisskráin samanstendur af tónlist sem kórinn hefur unnið að í vetur eftir íslensk og erlend tónskáld, meðal annars eftir Poulenc, Veljo Tormis, Hreiðar Inga, Svanfríði Hlín og Þorvald Örn. Einnig verður örlítill verkalýðsblær yfir tónleikunum í tilefni dagsins.

Stjórnandi kórsins er Þorvaldur Örn Davíðsson.