Sunnudagsmessa

Alla sunnudaga frá miðjum ágúst fram í miðjan júní er messað kl. 11 á sunnudögum.

Einu sinni í mánuði er fjölskyldumessa í stað almennrar sunnudagsmessu.

Alla sunnudaga hefjum við samveruna kl. 11 öll saman í kirkjunni en eftir messuupphaf fara sunnudagaskólabörnin með sunnudagaskólakennurunum yfir í safnaðarheimilið þegar um almenna sunnudagsmessu er að ræða.

Messurnar eru um það bil 50 mínútur. Sem partur af tilraunaverkefni eru lesnir eru tveir ritningartextar sem valdir hafa verið af Lúthersku kirkjunni í Bandaríkjunum. Um er að ræða lestrarraðir sem tekur fjóra vetur að fara í gegnum og rekja lestarnir sig í gegnum Biblíuna frá sköpun til frumkirkjunnar.
Hér er hlekkur á textaraðirnar: Narrative Lectionary.

Í hverri messu leiðir einhver kóra kirkjunnar sönginn og flytur alla jafna einnig valin verk.

Organisti kirkjunnar Magnús Ragnarsson kantor, stýrir tónlistarstarfi Langholtskirkju og fer með yfirumsjón þess viðamikla kórastarfs sem rekið er á vegum safnaðarins, en sem fyrr sér Bryndís kórkennari Kórskólans um undirleik í Fjölskyldumessunum.

Altarisganga er að jafnaði í flestum almennum sunnudagsmessum er fyrir öll, börn sem fullorðin og notum við óáfengt vín. Stundum breytum við þó til og höfum blessun þar sem öll eru einnig boðin velkomin.

Velkomið er að kveikja á kerti á bænastandi í kór kirkjunnar.

Messuþjónar aðstoða við undirbúning og þjónustu í messunni auk Aðalsteins Guðmundssonar kirkjuvarðar. Ef þú gætir hugsað þér að taka þátt í messuþjónustunni þá endilega hafðu samband s. 7891300 eða langholtskirkja@langholtskirkja.is

Eftir messurnar er ávallt heitt á könnunni í safnaðarheimilinu og djús fyrir börnin.

Vertu velkomin/n í Langholtskirkju.

Aðrir messudagar ársins eru:

Föstudagurinn langi kl. 11

Skírdagur kl. 11

Fermingarmessa fatlaðra Sumardaginn fyrsta kl. 11

Uppstigningardagur kl. 11

Gamlársdagur kl. 17

Allar fermingarmessur eru kl. 11