Núvitund í kirkjunni þinni

Núvitund í kirkjunni þinni

how-to-calm-down-your-mind-before-going-to-sleep-1024x679-770x470

 

Við þurfum öll að rækta ró og frið og til þess þurfum við að gefa okkur rými.

Á miðvikudagskvöldum í nóvember og desember fram til jóla kl. 20:00 er boðið uppá endurgjaldslausa núvitundahugleiðslu í kirkjunni.

Fyrsta stundin er 2. nóvember og sú síðasta 21. desember ávallt kl. 20:00 á miðvikudagskvöldi inni í kirkjurýminu við kertaljós.

Fyrstu mínúturnar erum við að koma okkur fyrir við rólega tónlist, því næst er um hálftíma núvitundarhugleiðsla.

Áður en við höldum heim á ný getum við ef vill kveikt á kerti fyrir því sem á okkur hvílir eða fyrir ástvini.

Velkomið er að taka með sér kodda og teppi ef vill, en við eigum einnig eitthvað af slíku til að lána en um sitjandi hugleiðslu er að ræða.  Ef þú kýst frekar að liggja er það velkomið en þá þarftu að taka með þér jógadýnu.

Vertu velkomin/n að og gefa þér tíma einu sinni eða öll miðvikudagskvöldin.

Kveðja Guðbjörg