Messa, sunnudagaskóli og páskabingó kl. 11 sunnudaginn 25. febrúar.

Messa og sunnudagaskóli, sunnudaginn 25. febrúar kl. 11.
Félagar úr Fílharmóníunni syngja undir stjórn Magnúsar organista, Guðbjörg sóknarprestur þjónar, Hafdís og Sara taka á móti börnunum.
Að messu lokinni heldur Kvenfélag Langholtssóknar hið árlega Páskabingó. Öll eru velkomn, enda er þetta er skemmtun fyrir alla fjölskylduna og öll börn verða leyst út með páskeggi! Spjaldið kostar kr. 300.-
Ath. Enginn posi er á staðnum.
Í fyrra var salurinn í safnaðarheimilinu troðfullur af kátum krökkum sem fylgdust vel með þegar bingókúlunum var snúið og biðu þess að Ólína læsi upp tölurnar.
Sjáumst á sunnudaginn!