Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 26. febrúar

Verið velkomin til messu í Langholtskirkju sunnudaginn 26. febrúar kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og predikar. Kór Langholtskirkju flytur valda þætti úr Sacred Concert eftir Duke Ellington í samstarfi við Stórsveit Tónlistarskóla FÍH undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar kórstjóra og organista. Við hvetjum ykkur til að missa ekki af þessari tónlistarveislu! Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Messunni verður útvarpað á Rás 1.

Sunnudagaskólinn fer fram í litla sal á sama tíma. Snævar Andrjesson og Sara Grímsdóttir taka vel á móti börnum á öllum aldri. Kaffi, djús og ávextir eftir stundina.