Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 22. apríl

Verið velkomin til kirkju sunnudaginn 22. apríl kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og organisti er Magnús Ragnarsson. Verðlaunakórinn Graduale Nobili leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Messunni verður útvarpað beint á Rás 1.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað á sama tíma. Hafdís Davíðsdóttir og Sara Grímsdóttir taka vel á móti börnum á öllum aldri. Kaffi, djús og kleinur eftir stundina.

Aðalsafnaðarfundur Langholtssóknar hefst að messu lokinni, eða kl. 12.30. Hefðbundin aðalfundarstörf. Sóknarbörn eru hvött til að sitja fundinn.