Messa og sögustund barnanna sunnudaginn 21. maí

Messa og sögustund barnanna sunnudaginn 21. maí

Verið velkomin til kirkju sunnudaginn 21. maí kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Snævar Jón Andrjesson guðfræðinemi predikar lokapredikun sína sem nemi við guðfræðideild Háskóla Íslands. Organisti er Sólveig Anna Aradóttir. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða safnaðarsöng.

Sara Grímsdóttir tekur vel á móti börnum á öllum aldri í sögustund á sama tíma. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Kaffi, djús og ávextir eftir stundina.